Skírnir - 01.09.2001, Page 98
362
STEINDÓR ERLINGSSON
SKÍRNIR
Erindið frá 1885-1895 hélt Þorvaldur í endurbættri mynd á
fundi hjá Islendingafélaginu í Höfn, líklega á árunum 1903-1906.
Þar tekur hann skýrt fram að sjálfsvitundin sé „komin undir
heilanum“ og því „hve mikið blóð fer til heilans" og að „bæði
skilningarvit og (svokallfaðir]) andlegir eiginl. eru bundnir við
snúningana á stóra heilanum - skynsemi dýra á því hærra stigi
sem þetta er fullkomnara". I niðurlagi erindisins áréttar Þorvald-
ur að í öllu dýraríkinu megi sjá sífellda „framsókn í fullkomnun
líffæranna eins er með hina andl. eiginl. eptir fullkomnun tauga-
kerfisins" og lagði einnig áherslu á að „efnið og krapturinn eru
eilíf, breyta myndum en týnast aldrei". Þessa uppgötvun, þ.e.
lögmálin um varðveislu efnis og orku, taldi hann vera eitthvert
mesta afrek „náttúruvísindanna á 19. öld“, sem, auk menntunar,
„eru hin ágætustu vopn mannlegs anda til þess að hefja félagslíf-
ið til fullkomnunar og framfara". Höfðu náttúruvísindin því
pólitíska vísun að mati Þorvalds, enda taldi hann varðveislulög-
mál efnis og orku sýna „sig í þjóðlífinu“. Allar athafnir einstak-
linganna, „andlegfarj og líkamleg[ar]“, komi einhverju af stað,
og verða „að einhverju; hvort sem steinninn, sem kastað er í
pollinn, er stór eða lítill, breiðast öldur frá honum á allar hliðar“.
„Þjóðlífið" er því að mati Þorvalds „ekkert annað en ‘summan’
af öllum þessum öldum“, þetta valdi því að „hver einasti einstak-
lingur og hver einasta framkvæmd hans góð eða ill hefur áhrif og
þýðingu fyrir heildina“.22 Þorvaldur smættar því mannlega
reynslu og mannlegt samfélag í anda hugmyndafræði upplýsing-
arinnar.23 Heimsmyndin sem Þorvaldur aðhylltist var keimlík
þeirri sem Haeckel setti fram í Heimsgátunum (1899), en Þor-
valdur átti eintak af bókinni, og öðrum ritum hans er á undan
komu (sjá síðar).
22 Lbs 2057 4to; Þorvaldur Thoroddsen 1901:51.
23 Sjá til samanburðar Schleifer 2000:41. í þessu riti er fjallað á mjög athyglisverð-
an hátt um umskiptin sem áttu sér stað í vestrænni menningu á árabilinu
1880-1930.