Skírnir - 01.09.2001, Side 102
366
STEINDÓR ERLINGSSON
SKÍRNIR
ur sinn, Ernst Haeckel, en ,,[á] árunum 1890-1900 voru stöðugt
fleiri og fleiri vísindamenn farnir að rísa upp gegn ýmsum atrið-
um Darwínskenningar". Fullyrðir hann síðan að ,,[á] hinum
fyrstu 9 árum tuttugustu aldar" megi „með fullum sanni segja, að
meginþorri vísindamanna (að minnsta kosti í Þýskalandi) er alveg
búinn að yfirgefa úrvalskenningu Darwins".30 Ástæðu þessa seg-
ir hann þá að náttúrufræðingar sjái nú „betur og betur“ að
ómögulegt sé að skýra þróun lífsins einungis með vísun í efnis-
hyggju náttúruvísindanna og því neyðist þeir „til að hugsa sér ein-
hvern annan kraft bak við efnið“. Af þessum sökum er „hugsun-
in um tilgang, stefnu og endimark lífsins (Teleólógí), [,,sem áður
var ,brosað‘ að og ,sveiað‘ yfir“], nú aftur meir og meir að ryðja
sér braut“,31 sem leiðir af sér að „efniskenningin“, sem hafði svo
mikil áhrif á síðasta aldarfjórðungi 19. aldar, sé „í raun réttri mjög
grunnhugsuð og getur alls ekki staðist vísindalega röksemda-
færslu". Þorvaldur var því kominn með óbeit á aðalkennisetning-
um efnishyggjunnar, sem hann sagði vera: „Enginn guð er til
nema efnisheildin sjálf; alheimurinn hefir verið til frá eilífu; og alt
það, sem í honum gerist, er tilgangslaus og meiningarlaus tilvilj-
un. Sálin, sem er ekkert annað en efnabreyting og frumagna-
30 Þorvaldur Thoroddsen 1910:87-88 (II); byggt á Wagner 1908:63. Hann ritaði
greinarnar 5.-8. og 17.-22. september, 9.-26. desember 1909 og 10.-16. apríl
1910 (NKS 3011 V 4to). Þorvaldur byggði skoðanir sínar m.a. á ritum þriggja
þýskra fræðimanna; náttúrufræðinganna Adolfs Wagner (1869—1940; Wagner
1908) og Karls Ernst von Baer (1792-1876; von Baer 1907:51-107. Lenoir
1982:246-75 fjallar ítarlega um gagnrýni von Baers á Darwin) og heimspekings-
ins Eduards V. Hartmann (1842-1906; Hartmann 1882 (1931)). Þetta sést aug-
ljóslega á textanum og minnismiðum sem Þorvaldur lét eftir sig (Lbs 2057 4to),
auk þess sem hann átti þessar bækur. Sjá frekari umfjöllun um gagnrýni Þor-
valds á Darwin hjá Steindóri J. Erlingssyni 1998b:62-67.
31 Þorvaldur Thoroddsen 1910:100 (II). Yfirlit um deilur vélhyggju- og heildar-
hyggjusinna (mechanism versus vitalism (holism)) má finna hjá Hein 1972. Sjá
Harrington 1996:3-33 um almennan menningarbakgrunn heildarhyggjuhreyf-
ingarinnar í Þýskalandi um aldamótin 1900. Sem dæmi um aðra þýska hugsuði
sem fóru þessa leið má nefna líffræðinginn Hans Driesch (1867-1941), en í riti
sínu The Science and Philosophy of the Organism hafnar hann jafnt kenningum
Darwins sem Lamarkcs (Driesch 1908:260-89 (I)) og setur fram markhyggju-
kenningu til þess að skýra eðli og þróun lífsins (Driesch 1908:125-375 (II)).