Skírnir - 01.09.2001, Page 103
SKÍRNIR HUGMYNDAHEIMUR ÞORV. THORODDSENS
367
hreyfing í heilanum, deyr með líkamanum".32 Hann var nú orð-
inn trúaður maður sem taldi kjarna
allra trúarbragða [þann] að maðurinn reynir með hugskoti sínu ná í sam-
band við það sem er æðra en sá heimur sem skilningarvitin fá gripið —
þegar vísindi eru á háu stigi afvitrast m[enn], halda þeir fái skynjað alt og
ekkert sé f[yrir] utan skynjan þ[eir]ra, en brátt sjá m[enn] takmörk mann-
legs anda og afturkippurinn kemur.33
Þorvaldur, sem byrjað hafði feril sinn sem mikill stuðningsmaður
þróunarhugmynda Haeckels, hafði því árið 1910 hafnað þróunar-
kenningunni, og efnishyggjunni sem henni fylgir, fyrir tví- og lífs-
hyggju. Til þess að skilja þróun hugmynda Þorvalds, og setja hana
í samhengi, er rétt að líta á viðtökurnar sem bók Haeckels um
Heimsgáturnar (1899) fékk.
Ernst Haeckel og Heimsgáturnar
Meginatriði þessa rits eru að hvorki efni né kraftur geti orðið að
engu, breytist aðeins og komi fram í öðrum myndum; að heimur-
inn og lífið séu afsprengi vélrænnar þróunar; og að sálin sé efnis-
legt fyrirbæri. Þetta þrennt leiðir af sér að Haeckel hafnar allri tví-
hyggju og boðar í hennar stað einhyggju sem er sambland efnis-
hyggju, rómantískrar hughyggju og algyðistrúar.34 Það má því
segja að einhyggja Haeckels sé í raun tengiliður milli trúarbragða
og vísinda,35 þó með áherslu á veraldlega hlið trúarbragðanna, en
milli Haeckels og kristinna gagnrýnenda hans „liggur breitt svæði
hlutlausrar og gagnrýnnar einhyggju".36
32 Þorvaldur Thoroddsen 1910:200. Þorvaldur byggir gagnrýni sína á efnishyggj-
una á þýsku heimspekingunum Erich Adickes (1901) og Rudolf C. Eucken
(1846-1926; [1906] 1907:19-33), sem settu jafnaðarmerki milli efnishyggju
(Naturalismus) og sósíalisma (sjá minnismiða Þorvalds, Lbs 2057 4to). Ágæt
yfirlit um skoðanir Euckens á efnishyggju er að finna hjá Gibson 1906:43-67.
33 Lbs 2057 4to.
34 Lenoir 1982 fjallar um tengsl hughyggju og líffræði á fyrri hluta 19. aldar í
Þýskalandi; sjá Rasmussen 1991:54, ennfremur Steindór J. Erlingsson 1998b:
45—46.
35 Sjá Haeckel [1900] 1992:332.
36 McCabe 1903:18.