Skírnir - 01.09.2001, Page 105
SKÍRNIR HUGMYNDAHEIMUR PORV. THORODDSENS
369
um rannsóknum á huganum er grundvölluðust ekki á aðferða-
fræði þróunarfræðinnar.45 Einn harðasti gagnrýnandi Haeckels
var þýski frumspekingurinn Erich Adickes (1866-1928), sem gaf
út bókina Kant Contra Haeckel árið 1901. Hann notaði tvíhyggju
Kants til þess að gera lítið úr hugmyndafræði Haeckels og komst
raunar að þeirri niðurstöðu að hún byggðist „ekki [á] einhyggju,
heldur efnishyggju“ sem var eitur í beinum íhaldssamra fræði-
manna;46 þeir töldu hana grafa undan kristinni trú.47
Á Englandi risu íhaldsmenn einnig upp og voru það fyrst og
fremst viðbrögð við mikilli sölu Heimsgátanna þar í landi. Bókin
var þýdd á ensku árið 1900 og hafði árið 1909 selst í rúmlega
100.000 eintökum. Ihaldsmennirnir bentu á að tilraunir Haeckels
til að leysa „heimsgáturnar" með vísun í efnislögmálið (law of
substance) og þróunarkenninguna eigi ekki við rök að styðjast.
Þrátt fyrir þennan „hættulega og ranga“ boðskap hafði breski eðl-
isfræðingurinn Oliver Lodge (1851-1940) ekkert við það að at-
huga þó að menntað og vel upplýst fólk læsi bók Haeckels; annað
og verra væri ef alþýðan læsi bókina, sem hún svo sannarlega
gerði. Lodge taldi ómenntað fólk „hugsanlega bera skaða“ af lestri
hennar, því það gæti dregið þá ályktun að heimspeki Haeckels
„grafi undan kristinni trú“, en heilræði Lodge var eftirfarandi: „Þú
skalt ekki halda það, vinur minn, því svo er ekki.“48 Guðfræðing-
urinn séra Frank Ballard (1873-1931), annar enskur gagnrýnandi
Haeckels, hélt því fram, andstætt sjónarmiðum Haeckels og Þor-
valds (fyrir sinnaskiptin), að hugmyndir efnishyggjumanna um „að
ekkert sé til í heiminum utan efnis, krafts og nauðsynjar standi
45 Sama rit:118. Sjá Harrington 1996:23-30.
46 Adickes 1901:4. Haeckel fjallar ítarlega um ný-kantíska gagnrýni Adickes í
bókinni Die Lebenswunder (1904). Sjá enska þýðingu: Haeckel [1905] 1997:
434^16.
47 Þetta kemur vel fram í bók þýska kirkjusagnfræðingsins Friedrich Loofs
(1858-1928) Anti-Haeckel, eine Replik nebst Beilagen (1900). Þar sakar hann
Haeckel um að hafa, í krafti hugmyndafræði sinnar, farið svo rangt með ýmsar
staðreyndir varðandi kristna trú að Haeckel hafi að mati „hæfra gagnrýnenda
fyrirgert rétti sínum til að teljast hæfur til að skrifa um vísindi" (Loofs 1903:22;
þetta er vísun í enska þýðingu bókarinnar).
48 Lodge [1905] 1912:6-7.