Skírnir - 01.09.2001, Page 106
370
STEINDÓR ERLINGSSON
SKÍRNIR
jafnhöllum fæti og staðhæfulausar guðfræðikreddur“.49 Ballard
ítrekar einnig að „þróun mannsins eigi ekkert skylt við þróun
mannshugans, þar til sýnt verður fram á að hugurinn ,spretti upp‘
frá líkamanum", en það sé erfitt að henda reiður á því. „Hið lík-
amlega verður að hætta að vera líkamlegt áður en það getur orðið
andlegt. Hið andlega sem ... á að spretta upp frá hinu líkamlega
verður ekki andlegt". Með þetta í huga kemst Ballard að þeirri
niðurstöðu, líkt og hinn þýski Adickes, „að þegar öllu er á botn-
inn hvolft sé einhyggjan [ekkert annað en] efnishyggja".50
Hin mikla útbreiðsla bókarinnar vakti því hörð viðbrögð hjá
kirkjunni, valdastéttinni og íhaldssömum menntamönnum, með-
an sósíalistar tóku upp boðskap Haeckels málstað sínum til fram-
dráttar. Haeckel hugnaðist augljóslega ekki gagnrýni íhalds-
manna, en hið sama átti við um stuðning sósíalista og var honum
því engin þægð í fjölsóttum fundum er þeir héldu honum til
stuðnings í Þýskalandi.51 Eins og Joseph McCabe (1867-1955),
helsti stuðningsmaður og þýðandi Haeckels í Englandi, benti á var
Haeckel frjálslyndissinni af gamla skólanum, en þeir börðust fyr-
ir prentfrelsi, frjálsum viðskiptum, skoðanafrelsi og takmörkuðu
lýðræði. Sótt var að þessari hugmyndafræði jafnt frá vinstri og
hægri í Þýskalandi um aldamótin 1900, sem stafaði af auknu fylgi
sósíalista og viðbrögðum hægrimanna við því, sem fól í sér áður
óþekkt samstarf kaþólsku kirkjunnar og íhaldssamra keisarasinna.
Haeckel treysti hvorki lýðræðinu né samstarfinu við Vatíkanið,
sem að hans mati opnaði fyrir möguleikann „á afturhvarfi til mið-
alda“. Rannsókna- og kennslufrelsið, sem Haeckel hafði barist svo
mjög fyrir, var að hans mati í hættu vegna „nýja samstarfsins" og
hann taldi menningunni stafa hætta af sigrum sósíalista.52
Telja má líklegt að Þorvaldur hafi vitað af gagnrýninni sem
beint var að Haeckel í Þýskalandi, því hann fór oft þangað til að
sækja ráðstefnur og heimsækja vini, sem hann skrifaðist einnig á
við. Með þessu móti gæti Þorvaldur hafa kynnst heildarhyggj-
49 Ballard 1905:571.
50 Sama rit:573.
51 McCabe 1909:115.
52 Samarit:117.