Skírnir - 01.09.2001, Page 107
SKÍRNIR HUGMYNDAHEIMUR ÞORV. THORODDSENS
371
unni, sem var mjög áhrifamikil í Þýskalandi um aldamótin 1900,
og stjórnmálalegum tengslum verka Haeckels, sem hann annars
kynntist í bókum eftir, og um, Haeckel. Til þess að varpa ljósi á
hvernig hann hefði brugðist við þessu þarf að líta á stjórnmála-
skoðanir Þorvalds.
Þorvaldur og stjórnmál
Þorvaldur var frá upphafi hóflega frjálslyndur og hafði ekki trú á
almennu lýðræði. Eins og Haeckel hafði hann áhyggjur af „at-
kvæðalýðnum“ og íhaldsöflunum, jafnt í menntakerfinu sem
stjórnmálum. I bréfi til Helga Pjeturss, 26. nóvember 1890, segir
Þorvaldur svo frá að varla sé rætt um annað í Lærða skólanum en
„grammatik ... og öll ísl. vísindi eru ekki orðin annað en vísnaskýr-
ingar og filol. snudd.“ Að hans mati þurfi hin upprennandi kynslóð
að breyta þessu til batnaðar „og fást við einhver ,moderne‘ vísindi,
þó fornfræði og málfræði sé í rauninni góð þá er hún þó drifin af
sumum einsog hreinn ,humbugs‘-atvinnuvegur“.53 Um svipað
leyti hripar Þorvaldur hjá sér að ,,[í] stað þess að vera alltaf að
bjástra við eilífar útskýringar á ritum fornaldarinnar ... ættum við
að halda áfram starfi forfeðranna, auka við athuganir þeirra og
reyna að finna ný sannindi." Ástæðu þessa segir hann þá að „vís-
indi eru alltaf á stöðugri framfara-rás, á athugunum, reyns[lu] og
tilraunum byggist þekkingin."54 I bréfi frá 26. september 1892 til
Ogmundar Sigurðssonar gagnrýnir Þorvaldur einnig íhaldsöflin í
stjórnmálum. Hann segir „hægrimenn hafa rúmbundið [dönsku]
þjóðina í öllum framfaratilraunum“ og að nú lifi menn mikla
„apturhaldsperíódu, prestar og júristar ráða öllu, frjálslyndir
menn og vísindamenn hengja sig uppá apturfótunum á myrkum
53 Skjalasafn Helga Pjeturss, skjalasafni Háskóla íslands.
54 Lbs 2102 4to. Gestur Pálsson (1852-1891) skáld var á sama máli og Þorvald-
ur, en hann sagði engan geta ætlað að nú á „19. öldinni" hafi menn jafnmikil
not af „Hómer og Sófokles sem Byron og Shakespeare. Eða skyldi Plató og
Aristóteles geta mentað oss og búið oss undir lífsstarf vorra tíma svo sem Stu-
art Mill, eða kennt oss sanna heimspeki á við Herbert Spencer" (Gestur Páls-
son 1927:451).