Skírnir - 01.09.2001, Page 108
372
STEINDÓR ERLINGSSON
SKÍRNIR
stöðum“.55 Þorvaldur var heldur bjartsýnni um málefni íslend-
inga þremur árum seinna í fyrirlestri er hann hélt hjá Islendinga-
félaginu í Höfn. Þar segist hann hafa reynt margt á ferðum sínum
um ísland, séð jafnt framfarir sem afturför, en að framfarirnar séu
„yfirhöfuð ... miklu meiri“. Stafi þetta af því að nú sé að vakna
mikill framfarahugur meðal þjóðarinnar. Þorvaldur segir nauð-
synlegt að ræða um stjórnarskrá og samgöngumál, en að minna sé
rætt „um merg málsins", þ.e. „uppeldi þjóðarinnar“. ,,[E]f þjóðin
vex í siðferðislegu þreki, sparsemi, nýtni, dugnaði, framsýni þá
koma allar framfarir af sjálfu sér, slíkt uppeldi þarf langan tíma en
hver okkar getur lagt sinn skerf til framfaranna með því að gefa
gott eptirdæmi uppá dugnað og aðra mannkozti“.56 Forsenda
slíks uppeldis væri að mennta þjóðina en Þorvaldur taldi ekki vera
von á góðu í þeim efnum, því að ekki liti út fyrir miklar fram-
kvæmdir „í alþýðu menntun eða slíku, allt drepst fyrir andlegu og
líkamlegu volæði og bágindum". Af þessum sökum taldi hann alla
pólitíska umræðu á Islandi, þar með talda umræðu um stjórnar-
skrána, mjög glundroðakennda. Þorvaldur taldi Islendinga mjög
lítt þroskaða „í pólitík og allri skynsemi“ og gæti almenningur því
ekki tekið þátt í lýðræðislegum kosningum, „því atkvæðalýðurinn
er svo meinvitlaus".57
Árið 1899 var mjög farsælt hjá Þorvaldi og hafði það greini-
lega áhrif á skoðanir hans á mönnum og málefnum. Hann hafði
árið á undan lokið rannsóknum sínum á náttúru íslands, sem
hann hafði unnið að með aðstoð Ogmundar Sigurðssonar frá
1880. Yoru honum í viðurkenningarskyni veitt gullverðlaun
Konunglega danska landafræðifélagsins 3. janúar 1899, auk þess
sem hann fékk „Kgl. Udnævnelse til Ridder af Dannebrog" 28.
september sama ár.58 Viðurkenning íslendinga kom þá um sum-
arið í formi lausnar frá kennaraembættinu við Lærða skólann
með ríflegum eftirlaunum sem námu 1100 krónum á ári og þakk-
aði hann þetta „mikilli diplómatí". „Með þessu móti“ vonaðist
55 Lbs 2669 8vo.
56 Lbs 2057 4to. Fyrirlesturinn var haldinn 8. desember 1895.
57 Lbs 2669 8vo; bréf dagsett 12. janúar 1898 og 27. febrúar 1896.
58 NKS3011 4to,nr. IV.