Skírnir - 01.09.2001, Page 110
374
STEINDÓR ERLINGSSON
SKÍRNIR
valdur taldi hins vegar að Alþingi hefði þurft að sitja undir ómak-
legri gagnrýni, því að það hefði komið ýmsu góðu til leiðar:
Þegar á alt er litið, hefir þingið með heiðri og sóma staðið í stöðu sinni,
og er það vottur um þroska og góðar framtíðarhorfur fyrir þjóðfélagið.
Það er vonandi að þingið framvegis gjöri alt sem það getur til þess, að
halda friði í landinu, því það er fyrsta skilyrðið fyrir framförum þjóðar-
innar og láta ekki ágreining í einu máli spilla fyrir öðrum þýðingarmikl-
um málum.63
Þorvaldur virðist binda miklar vonir við þingið og vonar einnig að
Islendingar fái ráðherrann (sem Þorvaldur kallaði ráðgjafa), sem
íslendingar fengu með heimastjórnarlögunum 1904, því að
„[vjinstrimenn (sem ekkert interessera sig fyrir ísland) helzt vilja
vera lausir allra mála og mælir það með því að ráðgjafi fáist".
„Vinstrimenn“, sem aðhylltust hófsama frjálslyndisstefnu og voru
skoðanabræður Þorvalds, voru þá nýlega komnir til valda í Dan-
mörku og leit hann nýju stjórnina björtum augum:
Þó ég sé ekki aktiv pólitíkus þá þykir mér mjög gaman að hinu nýja
ministeri, sérstaklega af því ég þekki meira og minna persónul. marga af
ráðgjöfunum. Það er ómögulegt að sjá fyrir hvernig status verður á ríkis-
degi í vetur, því ráðuneytið er innbyrðis mjög sundurleitt, Alberti og
Christensen eru eflaust sterkastir ... í hinn bóginn urðu þeir að lofa sósíal-
istum rýmkuðum atkvæðisrétti, sem síðar meir getur orðið hættulegur
fyrir vinstri.64
Vonirnar sem Þorvaldur batt við stjórnina brugðust hins vegar
fljótt, því ári eftir að hún tók við völdum hefur hann orð á því í
bréfi til Ogmundar að „síðan Vinstri komst að, [er] það sem áður
var kallað gjörræði og harðstjórn hægriministra [orðið] sjálfsagt
og eðlilegt frelsi fyrir fólkið." Síðan getur hann þess að þingið á ís-
landi verði innan tveggja ára að hafa komið sér saman um ráð-
herra. Þorvaldur taldi þetta geta orðið hættulegt því að ísland eigi
nú engan „mann sem er fullkomlega frambærilegur í þann sess,
þeir 3 kandídatar sem nú er helst talað um, Valtýr, Páll Br. og
63 Þorvaldur Thoroddsen 1901:41—42.
64 Lbs 5020 4to, II; bréf dagsett 5. október 1901.