Skírnir - 01.09.2001, Síða 112
376
STEINDÓR ERLINGSSON
SKÍRNIR
valdur var enn á sömu skoðun þremur árum seinna. í bréfi til Ög-
mundar fer hann hörðum orðum um hugmyndir stúdenta um að
stofna lýðveldi á Islandi:
Ég held nú að allir menn séu sannfærðir um að stjórnarhreyfingin sein-
asta ómögulega geti orðið til frambúðar, ró kemst ekki á fyrr en við fáum
jarl, og brezka nýlendustjórn, en það þykir nú yngri löndum of lítið, þeir
vilja bara hafa republík í skýjunum. Stjórnarskrárdeilur seinni ára hafa
ótrúlega demoralizerað Islendinga, og svo eru þeir orðnir taugaveiklaðir
og hysterískir eins og draugafélagið [spíritistahreyfingin] ber með sér.
Ástæðu þess að unga kynslóðin í Danmörku og á íslandi, líkt og
hin eldri, hugsi „... nú aðeins um það animalska að eta, drekka og
eðla sig“ og „[álítur] alt þýðingarlaust nema pólitík, kristindóm
allan humbug, vísindi gagnslaus og segja að hver hafi leyfi til að
lifa eftir fýsnum sínum“, taldi Þorvaldur vera hin slæmu áhrif sem
danski bókmenntafræðingurinn George Brandes70 (1842-1927)
hefði haft á þjóðirnar. Hann sagði Brandes líkjast „Attilla Húna-
konungi, þar sem hann hefir farið yfir vex ekkert gras, ungviðið
sem hann hefir uppfóstrað hafnar allt í materíalismus ...“.71 Þor-
valdur þóttist sjá þessi slæmu áhrif með eigin augum er hann kom
til íslands sumarið 1907, í föruneyti konungs. í bréfi til Ögmund-
ar frá 19. nóvember segist hann í heimsókninni hafa orðið vitni að
miklum framförum, „einkum hjá handverksmönnum og alþýðu-
fólki". Honum hugnaðist hins vegar ekki „hinar svo nefndu æðri
stéttir í Rvík“, og ekki fær yngra fólkið betri dóm. Þorvaldur seg-
ir það hálfruglað og þjást af monti og gorgeir, „sem er allt annað
en heppilegt“. Það sem olli þessu er eins og áður „yljan af Brand-
es og Hörupstíðinni, sem ... er í blóma í Rvík, enda allir yngri
embættismenn og pólitíkerar með Hannes í broddi fylkingar af
70 Brandes 1910 og 1989; Jón Karl Helgason 1989; Asmundsson 1981.
71 Lbs 2669 8vo; bréf dagsett 27. febrúar 1906. Þorvaldur bar mikla virðingu fyr-
ir ensku stjórnarfari og kemur það ítrekað fram í bréfum hans frá þessum tíma,
eins og þegar hann spyr vin sinn Eirík Magnússon í bréfi dagsettu 3. janúar
1910: „Hvernig á maður að fara að troða enskri commonsense inn í landann?"
(Lbs 2185b 4to); sjá einnig Þorvald Thoroddsen 1910:223. Lbs 2395 4to, II; bréf
dagsett 4. september 1906. Lbs 2669 8vo; bréf dagsett 30. nóvember 1908. Lbs
2669 8vo; bréf dagsett 4. september 1906.