Skírnir - 01.09.2001, Page 113
SKÍRNIR HUGMYNDAHEIMUR ÞORV. THORODDSENS
377
því sauðahúsi". Ekki batni ástandið nú „þegar blaðamenn og
málafærslumenn verða einir aðalleiðtogar lýðsins, það er í öllum
löndum talið óþrifamerki“. Hið sama gildi einnig um „bókmennt-
irnar, sem nú alveg ‘dependera’ af Dönum, Einar Hjörleifsson t.d.
er danskur inn í sinn innsta merg, allt er apað eptir G. Brandes og
Politiken, sem hér hafa nú engin áhrif, enda andans hetjur á íslandi
um 20 ár á eptir tímanum.“72
Þorvaldur vissi að andúð hans á lýðræðinu og „aðrar skoðan-
ir [hans] í pólitíkinni“ áttu ekki mikinn hljómgrunn, en hann sá
enn tækifæri til þess að reyna að hafa áhrif heima á íslandi. Árið
1910 voru þeir Ögmundur sammála um að „ísl. alþýða sé enn heil-
brigð að mestu og á framfaraskeiði, það hefi ég séð á rnörgu", en
Þorvaldur taldi stjórnmálamennina sífellt reyna að spilla henni
með því að æsa hana „uppí alls konar öfgar og heimsku, þegar hún
einmitt þurfti rólega að vinna að framförum sínum; að fara nú að
byrja nýtt stjórnarskrár rifrildi tel ég glæp gagnvart þjóðinni". Til
að bæta gráu ofan á svart telur hann lærðu stéttina „frá Höfn
[hafa] flutt alskonar öfgastefnur hinnar dönsku radikölu klíku til
Islands". Gegn þessu hugðist Þorvaldur sporna með því að skrifa
grein ,,[u]m öfgastefnurnar og flutning þeirra til Fróns“ í þriðja
hefti „Eimreibar, sem kemur út í sumar [1910] og býst ég við að
ýmsum þyki sú ritgjörð skrýtin",73 sem og varð raunin. I grein-
inni segir hann m.a. að þingræðisstjórnir „í mörgum löndum
orð[nar] að hneyksli“, en þó sé ekki „annað sjáanlegt en að lýð-
stjórnafyrirkomulag með öllum þess ókostum og fáu kostum
verði enn drotnandi um langan aldur“. Vitrir menn séu hræddir
um að „þingræðið muni leiða til stórvandræða í framtíðinni, til
taumlausrar eyðslu og skrumaraveldis, sem örðugt verður að búa
undir fyrir hinar mentuðu stéttir". Þetta stafi af því að yfirleitt
stríði það gegn lögmálum náttúrunnar „að gera alla jafna; er því
óframkvæmanlegt og heimska að byggja framtíðarvonir á
72 Lbs 2669 8vo; bréf dagsett 5. september 1906. Viggo Hörup (1841-1902) var
blaðamaður og ritstjóri Politiken. Kristján Albertsson 1975 fjallar um bréfa-
skipti Hannesar og Brandesar.
73 Lbs 2669 8vo; bréf dagsett 28. nóvember 1908. Lbs 2669 8vo; bréf dagsett 18.
maí 1910.