Skírnir - 01.09.2001, Page 114
378
STEINDÓR ERLINGSSON
SKÍRNIR
slíku“.74 Þessi fordæming á lýðstjórnarfyrirkomulaginu gekk hins
vegar fram af Ogmundi, sem þó var oft sammála Þorvaldi í póli-
tíkinni. Ögmundur segir ritgerðina góða en nokkuð svartsýna.
„Það er óþægileg tilhugsun, ef þingstjórnar og þingræðisfyrir-
komulagið dugar ekki, að verða að flýja til einveldisins, annað-
hvort í höndum eins konungs, eða fáeinna manna, t.d. aðalsmanns
og klerkaflokks."75 Þorvaldur svaraði Ögmundi um hæl og sagði
hann hafa misskilið ritgerðina. ,,[Þ]ó ég finni galla dettur mér ekki
í hug að fara að heimta einveldi, aðals og klerkavald aftur ... en ég
vildi benda á að mannkyninu er bráðnauðsynlegt að finna nýjar
aðferðir til að stjórna sér“, þ.e. eitthvað betra en þingræðið.76
Hvers vegna breyttust viðhorf Þorvaldsf
Á fyrstu árum tuttugustu aldar umhverfðist heimsmynd Þorvalds;
hann breyttist úr þróunarsinna sem aðhylltist einhyggju í andþró-
unarsinna sem aðhylltist tvíhyggju. Árið 1901 taldi hann uppgötv-
unina um varðveislu efnis og orku vera eitthvert mesta afrek
„náttúruvísindanna á 19. öld“, en níu árum síðar var þessi kenning
orðin „grunnhugsuð og [gat] alls ekki staðist vísindalega rök-
semdafærslu". Hann var því orðinn skoðanabróðir Benedikts
Gröndals og helstu gagnrýnenda Ernst Haeckels. Hvað olli þess-
ari miklu breytingu hjá Þorvaldi?
Þorvaldur varð greinilega fyrir áhrifum frá þýsku heildar-
hyggjunni og leiða má getum að því að hann hafi einnig orðið fyrir
áhrifum frá íhaldsöflum í Danmörku, enda hafði Þorvaldur greið-
an aðgang að efri stigum dansks samfélags, fyrst vegna tengdaföð-
ur síns, Péturs biskups Péturssonar, og síðar einnig vegna eigin
frama. En fleira kemur til því að á umbreytingatímabilinu varð
Þorvaldur fyrir áföllum, jafnt í starfi og einkalífi, sem virðast hafa
átt þátt í að umturna skoðunum hans á samfélaginu og skerpa
74 Þorvaldur Thoroddsen 1910:204-205 og 207. Ekki vandaði hann Brandesi
heldur kveðjurnar, sjá bls. 216-24.
75 NKS 3006 4to, nr. 14; bréf dagsett 29. ágúst 1910.
76 Lbs 2669 8vo; bréf dagsett 13. október 1910.