Skírnir - 01.09.2001, Side 116
380
STEINDÓR ERLINGSSON
SKÍRNIR
ið mikils virði“. Til að bæta gráu ofan á svart hafði Bókmenntafé-
lagið ekki klárað að prenta Landfræðissöguna fyrr en 1904; hann
verði því almennt að „gjöra sig ánægðan með að koma út á prent
einhverjum píringi á strjálingi hér og hvar, þessi tími er ákaflega
materíaliskur og aðeins ófáir menn hugza um annað en munn og
maga.“80
Þorvaldur orðar óhamingju sína í bréfi til Ogmundar 11. nóv-
ember 1905. Þar segir hann að ,,[þ]essi tíu ár“, sem hann hefur
búið í Höfn, hafi „verið örðug“, „því ég hefi varla nokkurntíma
haft heilbrigt heimili, þó ég sjálfur hefi haft fremur góða heilsu,
þar ofan á hefir bæzt sorg og ýmis vonbrigði", sem sjá má á eftir-
farandi ummælum:
Þegar ég korri hér vonaði ég að ég gæti komið því til leiðar að ég rannsak-
aði nánar hið nauðsynlegasta, sem þurfti á ísl. þar sem ég hafði farið of
fljótt yfir ýmislegt sérstaklegt, eins vonaðist ég að geta gefið út stórt verk
um ísland og látið ýmsa rannsaka það sem ég hefi safnað, en allt hefir
brugðist, ég hefi fengið marga viðurkenninguna, meira en ég átti skilið, en
það er í sjálfu sér þýðingarlítið.
Sorg og vonbrigði héldu áfram að herja á Þorvald. Árið 1906
veiktist kjördóttir hans, María Stephensen (dóttir Onnu Stephen-
sen), heiftarlega af lungnabólgu og greindist um svipað leyti með
berkla. Þorvaldur ákvað að kosta dvöl hennar á berklahæli, „en
dýr verða manni þessi sífelldu veikindi og örðugt að kljúfa til
lengdar“. Ekki bar þetta tilætlaðan árangur því að 17. janúar 1907
lést María, sem hann hafði „fyrir löngu ættleitt og arfleitt". „Eg er
búinn að missa báðar dæturnar ... Lífið verður þyngra og þyngra
fyrir flesta eptir því sem maður eldist, en sárastur er þó af öllu ást-
vinamissirinn“.81
80 Lbs 2669 8vo; bréf dagsett 25. maí 1903. Lbs 2669 8vo; bréf dagsett 6. ágúst
1903.
81 Lbs 2669 8vo; bréf dagsett 25. júní 1906. Lbs 2669 8vo; bréf dagsett 30. janúar
1907. Fyrir ?innaskiptin hafði Þorvaldur gefið lítið fyrir hugmyndina um sjálf-
stæða sál eri líklegt er að dætramissirinn hafi breytt því. Hann var orðinn trú-
aður maður; og farinn að lesa rit eins og Tbe Agreement Between Science and
Religion (1906) og Proofs of Life After Death (1902), en þar er að finna yfirlýs-
ingar frægra vísinda- og fræðimanna um tilvist framhaldslífs (Smith 1906;