Skírnir - 01.09.2001, Page 117
SKÍRNIR HUGMYNDAHEIMUR ÞORV. THORODDSENS
381
Um svipað leyti fer að bera á hreyfingu meðal íslenskra stúd-
enta í Höfn, sem vildu leggja niður Hafnardeild Bókmenntafélags-
ins. Þorvaldur hafði unnið mikið fyrir Bókmenntafélagið, skrifað
greinar í Skírni og Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, auk
þess sem Bókmenntafélagið gaf út Landfræðissögnna. Ekkert ber
hins vegar á þátttöku hans í stjórn félagsins fyrr en í bréfi til Bene-
dikts Gröndals frá 26. júlí 1904. Þar segist Þorvaldur hafa verið
kosinn forseti Hafnardeildarinnar gegn vilja sínum og að hann
hafi hafnað vegtyllunni; þurfti því aftur að ganga til kosninga og
var Valtýr Guðmundsson (1860-1928) þá kosinn forseti. „Annars
er nú ekki mikið varið í forseta-tign í bókmentafélaginu, því for-
seti ræður engu, múgur atkvæða á fundum stjórnast allur af póli-
tískum flokkadrætti og svipuðum hvötum persónulegum“.82 Síðla
árs 1905 er Þorvaldur aftur kosinn forseti og tók hann nú við emb-
ættinu, en með semingi þó sem stafaði af því að honum fannst ekki
mikið til þeirra stúdenta koma er að loknu prófi í Lærða skólan-
um hófu nám í Kaupmannahöfn. I bréfi til Eiríks Magnússonar
(1833-1913) textafræðings, 14. nóvember 1905, kemur ástæða
þessara viðhorfa í ljós:
Ólagið sem hefir verið í skólanum, ásamt blaða-óöldinni [lýsa] sér í þeim
stúdenta fénaði, sem við fáum hingað niður síðustu árin, meginþorri þeirra
eru ógurlegir ofstopar og grænjaxlar, kunna enga mannasiði og drekka
meira en villidýr. Það er því ekki neitt gaman að vera formaður Bókmf.
og halda þessum lýð í skefjum að hann eyðileggi ekki félagið, til þess þarf
diplómatí, því viti er ekki hægt að koma við þegar einhver æsingur er í
landanum.83
Rök heimflutningsmanna voru eftirfarandi: „1. Að félagsmenn í
Hafnardeildinni séu flestir unglingar, sem til langframa geti ekki
haldið uppi sóma félagsins. 2. Að það sé óþjóðlegt að hafa íslenzkt
Thompson 1902). 1 handriti hefur Þorvaldur t.d. eftir rússneska efnafræðingn-
um D. I. Mendélieff að ,,[e]ins og vér getum ekki hugsað okkur annað en að
efni og kraftar náttúrunnar séu eilíf eins verðum vér að hugsa okkur að sálin sé
eilíf “ (Lbs 2057 4to (Thompson 1902:88-89)).
82 Lbs 2395 4to, II.
83 Lbs 2185b 4to.