Skírnir - 01.09.2001, Side 118
382
STEINDÓR ERLINGSSON
SKÍRNIR
bókmentafélag í Kaupmannahöfn“.84 Að kröfu Gísla Sveinssonar
(1880-1959), síðar sýslu- og alþingismanns, var ákveðið á fundi
Bókmenntafélagsins 21. apríl 1906 að skipa nefnd til þess „að at-
huga og koma með tillögur um hverjar breytingar muni heppileg-
ast að gera á fyrirkomulagi og stefnu félagsins á komandi tíð“.85
Nefndin skilaði áliti sínu 1907 og hafnaði kröfu heimflutnings-
manna, sem gáfust þó ekki upp. Þorvaldur gat þess í bréfi til Og-
mundar 20. janúar 1908 að hann hefði ýmislegt á prjónunum varð-
andi úgáfumál, „sem ég held að alþýðu líki ef ég fæ því framkom-
ið“. Þetta gæti hins vegar reynst örðugt því að
nokkrir stúdentar vilja ólmir eyðileggja deildina hér, í broddi þeirra Gísli
Sveinsson, af föðurlandsást segja þeir! ... svo ég get búist við hvert augna-
blik að verða settur af, af föðurlandsást, og þá get ég ekkert gert lengur,
enda held ég það væri þá best fyrir mig að leggja niður pennann og rita
ekki framar neitt á íslenzku.86
Á næstu mánuðum hafnaði Þorvaldur ítrekað kröfu Gísla og fé-
laga um að taka heimflutningsmálið á dagskrá funda félagsins.
Þetta endaði með því að þeir sendu Þorvaldi vantraustsyfirlýs-
ingu.87 I svari til Gísla, sem Þorvaldur hætti síðar við að senda,
segist hann hafa móttekið skjal stúdenta, dagsett 30. apríl 1908.
Þar segist hann ekki sjá betur en að þeir hafi enn „ekki glögga hug-
mynd um Bókmentafélagið, hvað það er eða hvern tilgang það
hefir. Félagið er enginn pólitískur ‘discussions-klúbbur’ og í vís-
indafél. eiga ekki við vantrausts yfirlýsingar eða annar þesskonar
pólitískur hégómi."88 I viðleitni sinni til að halda sjálfstæðispóli-
tík Islands utan Bókmenntafélagsins var Þorvaldur auðvitað að
taka mjög pólitíska afstöðu, sem endurspeglaði almennar stjórn-
málaskoðanir hans, enda sagði hann „atkvæðavél stúdenta“ vera
84 Lbs 2103 4to.
85 Lbs 2103 4to.
86 Lbs 2669 8vo.
87 Hún var undirrituð af 30 stúdentum, þar á meðal voru Gísli, Sigurður Nordal,
Magnús Jónsson, Björgúlfur Ólafsson, Sigurður Lýðsson, Þorkell Þorkelsson,
Hafsteinn Pjetursson og Jón Sigurðarson.
88 Lbs 2103 4to.