Skírnir - 01.09.2001, Page 120
384
STEINDÓR ERLINGSSON
SKÍRNIR
raun getað ráðið mun meiru ef hann hefði kært sig um.91 Danir
kunnu vel að meta Þorvald og störf hans, auk þess sem hann var
kunnur víða um Evrópu og í Ameríku fyrir störf sín. Til marks
um það eru viðurkenningar og aðild að vísindafélögum sem hon-
um hlotnuðust og sú staðreynd að hann er annar af tveimur ís-
lenskum vísindamönnum sem hafa orðið svo frægir að vera get-
ið í Who’s Who?2 Þorvaldur var gerður að heiðursdoktor við
Hafnarháskóla 1894 og að riddara árið 1899, eins og áður er
nefnt; hann fékk gullverðlaun Konunglega danska landafræðifé-
lagsins sama ár og konunglega prófessorsnafnbót árið 1902, auk
gullverðlauna konunglega vísindafélagsins. Árið 1909 var hann
gerður að félaga í Konunglega danska vísindafélaginu; tveimur
árum seinna var honum boðið til Italíu í fyrirlestraferð í tilefni
50 ára afmælis ríkisins, sem fulltrúa Hafnarháskóla; sama ár var
honum boðið „embætti dr. E. Löffers ... sem professor ordinari-
us við háskólann í geografiu, en ég vil hvorki vera ísl. né dansk-
ur embættismaður meðan ég get öðruvísi komið mér fyrir“.93 Sjö
árum áður hafði Hannes Hafstein lagt fast að honum „að taka
við rektorsembættinu [í Lærða skólanum]“ en Þorvaldur hafnaði
91 Til marks um þetta getur Þorvaldur þess í dagbókarfærslu að hann hafi verið
boðaður á fund konungs 24. október 1910, þar sem hann veitti almennar upp-
lýsingar um ástandið á ísiandi auk þess sem konungur leitaði ráða hjá honum
vegna bónar Björns Jónssonar ráðherra um að konungur frestaði þinginu. Kon-
ungur tjáði Þorvaldi „að Björn hefði ritað langt skjal og vel orðað um það hve
stórkostleg nauðsyn það væri fyrir landið að þinginu væri frestað, kvaðst kon-
ungur hafa fengið þýðingar úr Alþ. tíð. því viðvíkjandi en hann gæti ekki séð
að nauðsynin væri svo mikil, enda vildi hann helzt halda sér við það
konstitutionella, hitt gæti í framtíðinni haft slæmar afleiðingar. B. J. hefði sagt
sér að þetta væri almennt áhugamál íslendinga og spurði K. mig hvað eg hefði
frétt í því efni“. í svari Þorvalds taldi hann sig „ekki eftir blöðum og bréfum að
heiman geta séð annað enn að það væri einmitt öfugt, almenn ósk flestra að
þinginu yrði eigi frestað, eg hefði aðeins séð frestuninni hreyft í stjórnarblöð-
unum, og af hinum allra nánustu áhangendum ráðherra ... Kgur sagði að B. J.
mætti búa sig undir að frestunin ekki fengist" (NKS 3001 4to, nr. 4).
92 Sjá Lbs 2102 4to. Þessar upplýsingar voru fengnar úr Who’s Who-gagnabanka
sem hefur að geyma allt sem skráð hefur verið í þessari ritröð á árunum
1897-1998. Hinn vísindamaðurinn er landafræðingurinn Vilhjálmur Stefánsson
(1879-1962).
93 Lbs 2669 8vo; bréf 12. febrúar 1911.