Skírnir - 01.09.2001, Page 129
SKÍRNIR
MYNDANIR OG MYNDBREYTINGAR
393
mæli knúið áfram af sjónrænum upplýsingum, myndmáli og hvers
kyns myndrænu áreiti. Því er mikilvægt að gera sér grein fyrir að
ekki er lengur hægt - hafi það einhvern tíma verið hægt - að líta á
sjónræna framsetningu sem skreytingu eða skrum, heldur er hið
sjónræna form texta, hönnun hans eða myndlýsingar við hann
veigamikill þáttur textans, eru texti ekki síður en hið ritaða mál,
texti sem kallast á við hinn skrifaða texta, áréttar hann og gefur
honum mynd.5
Með tilliti til þessa er myndskreyting á borð við myndina af
Björk sem fylgir umfjöllun um Island ákaflega merkingarbær.
Hún gefur gott tilefni til að íhuga stöðu Bjarkar, bæði í alþjóðlegu
samhengi og íslensku, en kannski sérstaklega samspilið þarna á
milli, hvernig staða Bjarkar í alþjóðlegu samhengi orkar á stöðu
hennar sem íslendings, og hvaða áhrif þetta hefur á ímynd Islands.
En það er ekki aðeins í íslensku samfélagi sem Björk hefur ver-
ið áhrifamikil, tónlist hennar og ímynd hefur verið mikill áhrifa-
valdur í alþjóðlegu - þó aðallega vestrænu - tónlistarsamhengi.6
Þegar Sykurmolarnir urðu óvænt vinsælir í Bretlandi með laginu
„Birthday" (1987) beindist athyglin sérstaklega að Björk og söng-
rödd hennar. Og þegar sólódiskurinn Debut (Frumraun) kom út
árið 1993 hópuðust tónlistarmenn að Björk og vildu vinna með
henni, endurútsetja lög hennar og fá hana til að semja fyrir sig.7
Síðan hafa vinsældir Bjarkar vaxið jafnt og þétt og hún hefur fest
sig í sessi sem sjálfstæð listakona er hefur óvenjumikið vald yfir
eigin ferli og framleiðslu. Þetta kom berlega í ljós fyrri hluta árs-
5 Allir þeir sem fjalla um sjónræna menningu eru sammála um þetta. Sjá Mitchell,
og einnig sérstaklega Kress og van Leeuwen 1996, sem og Stafford 1996. Sjálf hef
ég fjallað um þetta í mörgum erindum og pistlum. Sjá sérstaklega „Gengið í
augu“, Vera 2 2000:45, en þar ræði ég um sjónræna menningu út frá kynferði.
6 Sjá Michelsen 1996:8-11.
7 Tónlistarmenn eins og Tori Amos, Madonna, David Bowie og Mick Hucknall
sýndu áhuga á að syngja með henni dúett. Hún hafnaði öllu nema því að semja
lag fyrir söngkonuna Madonnu. En þrátt fyrir að sýna þessu tónlistarfólki lítinn
áhuga er samstarf mjög mikilvægt fyrir Björk, eins og kemur skýrt fram í öllu
því sem skrifað er um hana og tónlist hennar. Tónlistarmenn, útsetjarar og tón-
skáld eins og Graham Massey, Tricky, 808 State, Nellie Hooper, Eumir Deodato,
The Brodsky Quartet og Evelyn Glennie hafa unnið með Björk, og verið mikil-
vægir fyrir tónlist hennar. Sjá Aston 1996, Lester 1996 og Sjón 1995.