Skírnir - 01.09.2001, Page 132
396
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
SKÍRNIR
upphafi leikið sér með „asískt“ útlit sitt og undirstrikað það á
ýmsan hátt. Framan á Homogenic birtist hún í japönskum kím-
onó, en er jafnframt með hálsskraut sem minnir á afrískar líkams-
skreytingar. Frægur er svanakjóllinn sem hún söng í við afhend-
ingu Óskarsverðlaunanna árið 2001, en hann er aðeins eitt dæmi
af mörgum um óhefðbundinn stíl, áhrif og efni sem birtast í
klæðnaði hennar.
Þessi sérstaki stíll hefur vakið mikla athygli. Björk hefur verið
tekin sem dæmi um nýja ímynd kvenna, ímynd sem felur í sér
ákveðna tóna kyntákns en er þó allt önnur en sú sem vanalega
birtist í ímyndaiðnaðinum. Björk er lágvaxin og dökkhærð, og
hefur fremur „asískt“ yfirbragð - sem hefur orðið til þess að er-
lendis er sú skoðun útbreidd að á Islandi búi eða hafi búið inúítar
- klæðnaður hennar er óhefðbundinn, og hárgreiðslan einnig.
Björk hefur verið vinsæl meðal hönnuða og fræg tískufyrirtæki
hafa beðið hana að sýna föt sín, þ.á m. Jean Paul Gaultier, Martin
Margeira og Hussain Chalayan.10
I dægurmenningarheiminum eru ímyndir gríðarlega mikilvæg-
ar, og vel heppnuð, óvenjuleg og jafnframt sjálfri sér samkvæm
ímynd Bjarkar hefur án efa átt mikinn þátt í vinsældum hennar.* 11
ímynd Bjarkar breytist ört, eins og til þykir heyra í þessum heimi,
en jafnframt því að vera fjölbreytt og sveigjanleg má segja að hún
sé alltaf ‘heildstæð’ eða sjálfri sér samkvæm - líkt og rödd hennar
er alltaf fasti í fjölbreyttri tónlistinni - sem ýtir undir hugmyndir
um að þessi ímynd sé ‘einlægari’ en margar af þeim ímyndum sem
birtast og hverfa á stjörnuhimnum dægurmenningar. Þessi hug-
mynd um ‘einlægni’ er í raun ómöguleg í meðvituðum heimi dæg-
urmenningar sem markast alltaf af því að vera iðnaður og fram-
10 Sjá Aston 1996, Lester 1996 og Sjón 1995. Um kvenímyndir og umræðu um
þær sjá Evans 1994.
11 Grossberg (1995) leggur áherslu á ímyndasköpun í tengslum við popptónlist.
Alda Björk Valdimarsdóttir (1999) hefur fjallað um ímyndir kvikmyndaleikara,
en þær minna um margt á ímyndir poppstjarna. Sem dæmi um mikilvægi
ímynda má nefna þá miklu umræðu sem spratt út frá ímynd(um) söngkonunn-
ar Madonnu, og náði m.a.s. hingað til lands í greinum sem birtust í Tímariti
Máls og menningar árið 1993. Gott yfirlit um þessa umræðu er að finna í
Brooks 1998.