Skírnir - 01.09.2001, Side 134
39B
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
SKÍRNIR
lagt mikla áherslu á myndböndin og iðulega átt sjálf þátt í að móta
þau, og myndböndin hafa síðan átt þátt í að móta ímynd hennar
sem poppstjörnu, Islendings og nú síðast leikkonu. Myndbönd
Bjarkar þykja mjög sérstök, þau eru sérlega vönduð og oft til-
nefnd til verðlauna.14
Eins og áður sagði hefur ímyndasköpun alltaf verið mikilvæg-
ur þáttur í öllum skemmtanaiðnaði og hin stutta saga tónlistar-
myndbandsins hefur undirstrikað þessa þörf fyrir ímyndir og
átrúnaðargoð enn frekar. í samræmi við fordæmingu vestrænna
samfélaga á myndum og ímyndum hafa tónlistarmyndbönd oft og
tíðum þótt varhugaverð: myndbandið hefur verið talið einfalda
tónlistina, fletja hana út og jafnframt gefa einfaldaða og yfirborðs-
lega mynd af tónlistarmanninum.13 Að þessu leyti mætti líkja
stöðu myndbandsins gagnvart tónlistinni við stöðu kvikmyndar
gagnvart skáldsögu, þar sem kvikmyndun á skáldsögu er alltaf
gagnrýnd fyrir að svíkja ‘fyrirmyndina’, misskilja hana og þá um
leið valda mistúlkunum á hinu upphaflega verki.16 Þetta mat er
ímynd Bjarkar er samsett úr fjölda annarra ímynda sem hafa haft áhrif á hana
á einn eða annan hátt, og sem ‘hún’ mótar síðan og hefur áfram áhrif á. Þannig
eru ósýnilegar gæsalappir utan um nafn Bjarkar í umfjöllun minni, með tilvís-
un til þeirrar merkingarframleiðslu og margmiðlunar sem í kringum hana
snýst.
14 Fyrsta myndband Bjarkar, „Human Behaviour", fékk fjölmörg verðlaun, og
síðan þá hafa myndböndin alltaf vakið athygli. Sjá viðtal við leikstjórann
Michel Gondry í Sjón 1996. Sjá einnig frétt í Morgunblaðinu 23. febrúar 1999:
,,‘Ein þau bestu sem gerð hafa verið’", en þar er haft eftir gagnrýnanda The
New York Times, Ben Ratliff, að myndbönd Bjarkar séu „líklega einhver bestu
tónlistarmyndbönd sem gerð hafa verið“. „‘Human Behaviour’ er í hópi bestu
tónlistarmyndbanda allra tíma samkvæmt könnun tímaritsins Rolling Stones“,
segir í annarri frétt í Morgunblaðinu, 19. október 1993, og myndbandið „Army
of Me“ var tilnefnt af MTV sem eitt af fimm bestu myndböndunum í Evrópu
árið 1995, samkvæmt enn einni frétt Morgunblaðsins, 6. september 1995. Nú
síðast birtist frétt um myndbönd Bjarkar í Fréttablaðinu 2. ágúst 2001. Þar seg-
ir að þrjú af myndböndum Bjarkar séu á lista MTV yfir hundrað bestu mynd-
bönd síðustu 20 ára, en í ár er sjónvarpsstöðin 20 ára. Myndböndin eru: „Hum-
an Behaviour", „Big Time Sensuality" og „All is Full of Love“.
15 Sjá Grossberg 1995.
16 Sjá sérstaklega inngang Whelehans að Adaptations (1999). Á undanförnum
árum hafa svörin við spurningunni um trúnað í garð fyrirmyndar andspænis
sjálfstæði eftirmyndarinnar farið nokkuð eftir því hvort menn stunda almenna
gagnrýni eða fræðilega. í almennri gagnrýni er enn streist við að bera á flatan