Skírnir - 01.09.2001, Side 135
SKÍRNIR
MYNDANIR OG MYNDBREYTINGAR
399
byggt á mjög skýru stigveldi vestrænnar heimspeki sem setur
orð/tóna ofar myndum, og hefur skilyrt hugsun okkar að því
marki að þekking samtímans á eigin menningu á það á hættu að
skerðast, en menningin er í síauknum mæli búin ímyndum og
birtist í myndmáli sem krefst hæfni í myndlestri.17 Sú hugsun sem
gefur sér að ímyndir séu einfaldar og augljósar, og að þær séu eft-
irhermur eða eftirlíkingar á einhvers konar upprunaleika eða
raunveruleika og því ekki raunverulegar sjálfar, er ákaflega var-
hugaverð í samfélagi sem snýst um ímyndir. I vestrænum nútíma-
samfélögum hafa ímyndir og myndmál hvers konar ekki aðeins
aukist að magni heldur einnig að ‘gæðum’, að því leyti sem
ímyndakerfið er orðið margflókið og krefst allnokkurrar þekk-
ingar á hinum margvíslegu tegundum ímynda. Kvikmyndir kallast
hátt saman bók (frumtexta) og (eftir)mynd, en í fræðilegri umræðu er oft barist
gegn svo einhliða samanburði. Greinarnar í Adaptations ganga langt í gagnrýni
á flatan samanburð, ekki aðeins á þeim forsendum að hér sé um ólíka miðla að
ræða, heldur er þar almennt lögð áhersla á að aðlögun sé alltaf flókið ferli, þar
sem ekki sé hægt að tala um bókina sem einhvern frumtexta, enda taki hver að-
lögun tillit til ótal annarra þátta, og þar sé skáldsagan aðeins hluti efniviðarins.
17 Sjá sérstaklega Stafford 1996 og Mitchell 1994, en einnig Jenks 1995, Mirzoeff
1998 og Lister 1995. Eins og áður sagði hef ég flutt fjölda erinda um sjónræna
menningu og kennt hana við Háskóla íslands og Endurmenntunarstofnun Há-
skólans, og finn þar glöggt hversu sterk ítök þessi stigveldishugsun á í hugum
fólks. Sem dæmi um blindu manna á myndlestur má nefna grein Róberts Har-
aldssonar í hausthefti Skírnis 2000 um greinasafnið Heim kvikmyndanna (rit-
stj. Guðni Elísson, 1999). Meðal þess sem hann finnur að bókinni er harðsoð-
in greining mín á kvikmyndinni Schindler’s List (Steven Spielberg, 1993). í
grein minni um tíðarandamyndir bendi ég á hvernig myndmál kvikmyndarinn-
ar gefur til kynna að gyðingar þeir sem Schindler bjargar frá nasistum birtist
eins og þrælar hans og ber þessar ímyndir saman við aðrar sláandi myndir sem
birtust í kvikmyndatímaritum, en þar er Spielberg - hvítur maður - að segja til
leikurum - blökkufólki - í annarri mynd sinni, Amistad (1997), sem fjallar um
deilur milli Bandaríkjanna og Spánar vegna þrælaskips. í gagnrýni sinni missir
Róbert sjónar á þeim ímyndum sem ég er að fjalla um og fer beint yfir í um-
ræðu um hinn sögulega veruleika sem þeim er ætlað að endurspegla. í umræðu
um kvikmyndir hefur áherslan í ríkari mæli verið að færast yfir á það að skoða
og greina myndirnar sjálfar, ímyndirnar og myndmálið, og frá því að leggja of-
uráherslu á tákngildi og túlkun sem ganga út frá því að myndin standi fyrir eitt-
hvað (annað), en sé ekki merkingarbær í sjálfu sér. Sú greining felur að sjálf-
sögðu einnig í sér túlkun, en hún er oft harla ólík þeirri sem byggist fyrst og
fremst á hinu táknræna: það sem myndin sýnir er ekki endilega alltaf það sem
henni er ætlað að sýna. Sjá um þetta Clover 1991.