Skírnir - 01.09.2001, Side 136
400
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
SKÍRNIR
á við myndasögur og myndlist, sem kallast á við auglýsingar og
tölvuleiki, sem kallast á við tónlistarmyndbönd, sem kallast svo á
við kvikmyndir. Að margra mati má taka undir með Jean Baudrill-
ard og segja sem svo að á okkar dögum sé ímyndin orðin raun-
verulegri en veruleikinn eða sá upphafleiki sem henni er ætlað að
endurspegla.18 Vegna skorts á tengslum við kunnuglegan og
áþreifanlegan veruleika er margs konar myndefni illskiljanlegt
þeim sem ekki eru innvígðir í margræða flóru afþreyingarmenn-
ingarinnar. Besta dæmið um ógagnsætt myndefni eru bandarískar,
breskar og japanskar myndasögur nútímans, þar sem myndræða
hefur þróast hvað lengst, en þær eru flestum sem lokuð bók.19 Þó
að meirihlutinn af því myndefni sem birtist okkur í daglegu lífi sé
aðgengilegur er ekki úr vegi að benda á að myndræða er í stöðugri
þróun og byggist á síaukinni þekkingu á fjölbreyttri framsetningu
myndefnis, þar sem blandast bæði miðlar og stíltegundir.20 Það er
mjög skammsýnt að halda að þessi blinda geri einstaklinginn
‘stikkfrían’ í heimi afþreyingar, því eins og Mitchell bendir á, þá er
þetta tungumál samtíma okkar, 21. aldarinnar, og þeir sem eru
ekki læsir á það eiga á hættu að útilokast og einangrast frá samtím-
anum, blindir og mállausir.
Vanþekking á mikilvægi mynda kemur vel fram í íslenska orð-
inu myndskreyting, þar sem myndefni sem fylgir texta er álitið
18 Baudrillard 2000. Sjá einnig aðrar greinar í því greinasafni.
19 Þetta þekki ég úr námskeiðum við Háskóla íslands þar sem rúmlega tvítugt
fólk - markhópur myndasagna - er óltest á þær bandarísku myndasögur sem ég
hef notað við kennslu; þær eru einfaldlega komnar of langt frá Tinna og Ást-
ríki. Ég verð einnig daglega vör við þetta í starfi mínu í myndasögudeild Borg-
arbókasafns Reykjavíkur, bæði í viðræðum við starfsfólk og lesendur.
20 Kvikmyndir eins og Memento (Christopher Nolan, 2000) krefjast gífurlegrar
athyglisgáfu áhorfenda, þar sem myndin er beinlínis háð því að áhorfandi geti
lesið myndmálið og fylgt því eftir - eða réttara sagt afturábak. Framsetningar-
máti sjónvarpsefnis hefur gerbreyst á undanförnum áratug. Sjónvarpsefni var
lengst af mun textabundnara en til dæmis kvikmyndir, og sjónvarpsmyndir og
þættir einkenndust af miklum útskýringum og umræðum um það sem fram fór
á skjánum. í dag er að stórum hluta til búið að þurrka út þennan skýringartexta
og þess í stað gert ráð fyrir að fólk fylgist betur með myndefninu. Þetta á þó
ekki við um íslenskt sjónvarp eða kvikmyndir sem enn eru háð töluðu máli og
skýringartextum. Þegar íslenska myndin Fíaskó (Ragnar Bragason, 2000) var
frumsýnd kvörtuðu margir yfir því að hún væri illskiljanleg, því þar hvíldi sam-
setning fléttunnar á myndskeiðum sem áhorfanda var ætlað að tengja saman.