Skírnir - 01.09.2001, Page 137
SKÍRNIR
MYNDANIR OG MYNDBREYTINGAR
401
skraut við textann, eitthvað til að gleðja augað og hvíla hugann á
átökum við orðin. Það er gegn þessu viðhorfi sem Áslaug Jóns-
dóttir kallar myndir sínar myndlýsingar í barnabók Andra Snæs
Magnasonar, Sagan af bláa hnettinum (1999), en ekki mynd-
skreytingar, en sú bók er einmitt sérlega gott dæmi um hvernig
myndefnið er fléttað inn í textann og er óaðskiljanlegt frá hon-
um.21 Iðulega er rætt um tónlistarmyndbönd sem eintóma mynd-
skreytingu, aukalegt skraut utan um helgidóm tónlistarinnar. Auk
þess hefur tónlistarmyndbandið einnig verið gagnrýnt á marxísk-
um forsendum, enda sé það frá upphafi hugsað sem auglýsing.
Saga tónlistarmyndbandsins er eins og áður sagði örstutt. Það er
ekki fyrr en á áttunda áratugnum sem myndbönd verða almenn,
en tónleikaupptökur voru að einhverju leyti fyrirrennarar þeirra.
Einnig gátu aðdáendur borið stjörnurnar augum í kvikmyndum
þar sem tónlistarmenn eins og Elvis Presley og Bítlarnir ‘tóku lag-
ið’ við og við. En iðnaðurinn í kringum myndböndin nær ekki
verulegri fótfestu fyrr en árið 1981 með stofnun tónlistarsjón-
varpsstöðvarinnar MTV sem sendi eingöngu út tónlistarmynd-
bönd. Á stuttum tíma náðu tónlistarmyndbönd því að hafa gríð-
arleg áhrif, og það leikur enginn vafi á því að þau skipta oft sköp-
um um vinsældir tónlistarmanna og einstakra laga.22 Þessi áhrif
hafa verið gagnrýnd á þeim forsendum sem þegar hafa verið rakt-
ar, að myndbandið sé farið að vaða inn á svið tónlistarinnar og
skipta meira máli en hún, og að hér séu óæskileg öfl markaðslög-
mála á ferðinni.
Imyndir eru sérstaklega tengdar auglýsingaiðnaðinum og þar
með hinni kapítalísku markaðsheimsmynd. I því sambandi er tal-
að um vald ímyndarinnar og auglýsingamátt ímynda, og eiga þessi
tengsl auglýsingaiðnaðar og ímyndar án efa ríkan þátt í þeirri
gagnrýni sem sett hefur verið fram á ímyndina. Sú gagnrýni geng-
21 Sjá nánar um bók Andra og Áslaugar, og almennt um mikilvægi útlits, mynd-
skreytinga og hönnunar bóka, Þórhildi Laufeyju Sigurðardóttur 2000. Þess ber
að geta að myndskreytingar í miðaldahandritum voru lengstum nefndar mynd-
lýsingar, með tilheyrandi opinni merkingu orðsins. Myndefni hefur ekki alltaf
verið álitið ‘skreyting’.
22 Sjá Grossberg 1995.