Skírnir - 01.09.2001, Side 139
SKÍRNIR
MYNDANIR OG MYNDBREYTINGAR
403
sé mikilvægt fyrir tónlist hennar.26 Þannig eru myndböndin bæði
eins konar viðbót - að því leyti Sem aðeins eru gerð myndbönd
við valin lög - en þó ekki viðhengi eða aukaatriði, heldur mynda
þau ákveðna heild ásamt tónlist og texta.
III
Aukið vægi ímynda í sjónrænu samfélagi er stundum sagt hafa
drepið niður frásögnina, að í stað sögu komi sjónræn ofgnótt.27 I
þessu felst sú hugmynd að hin sjónræna ofgnótt gleðji augað í
skamman tíma en næri ekki hugann: að mynd sé auðsæ og undan-
skilin lestri og að ímyndin eða hið sjónræna beri ofurliði það túlk-
unarferli sem bundið er í framgang frásögu og drekki því í hreinni,
þ.e. hugsunarlausri og tilfinningalegri, skynjun. Svo er að sjálfsögðu
ekki, því að myndir og ímyndir eru merkingarbærar rétt eins og frá-
sagan; mynd felur ævinlega í sér ákveðna frásögn.28 Reyndar hefur
menningarfræðingurinn Jim Collins einmitt bent á að það sé greini-
leg tilhneiging til að auka þennan frásagnarþátt í sjónrænu efni, þar
sem ýmislegt efni, sem við myndum í fljótu bragði halda að ætti lít-
ið skylt við frásögn, hefur verið fært í frásagnarform. Auglýsingar
26 Sjá Aston 1996:255.
27 Þetta er algengt viðhorf í kvikmyndaumfjöllun, þar sem gagnrýnendur kvarta
yfir ofurvaldi sjónrænna tæknibrella sem fari fram á kostnað sögunnar. Sjá
Frith 1995, þar sem er að finna skemmtilega umræðu um skiptingu í hámenn-
ingu og lágmenningu út frá spurningum um hið borgaralega og hið róttæka.
28 Þessi algenga beintenging tilfinninga og sjónrænnar upplifunar er enn eitt atrið-
ið varðandi sjónræna menningu sem krefst mun meiri umfjöllunar en boðið er
upp á hér. Sjá Frith 1995, sem ræðir um tilfinningalega upplifun afþreyingar-
menningar almennt. Stafford (1996) bendir á að staða myndlistar í þessari um-
ræðu sé orðin nokkuð flókin: það sé ljóst að fordómar þeir sem beinast gegn
sjónrænu áreiti eigi illa við myndlist, að því leyti sem það er almennt viður-
kennt að myndlist sé ekki hið einfalda, yfirborðslega áreiti sem önnur sjónræn
menning er talin vera. Þessi viðurkenning á því að myndlist megi greina, lesa og
túlka flæki síðan mjög hið einfaldaða viðhorf til annars konar sjónrænnar
menningar, því að hugmyndin um málverk, Ijósmynd eða myndrænt listaverk
af öðru tagi sem margrætt og flókið sjónrænt áreiti hljóti að vekja spurningar
um einfaldleik annars konar myndræðu. Slíkar spurningar verða sérstaklega
áberandi nú um stundir þegar myndlistin er farin að tengjast sjónrænni (afþrey-
ingarjmenningu á mun víðtækari hátt en áður, t.d. tísku, auglýsingum, tölvu-
leikjum, teiknimyndasögum og sýndarveruleikahönnun.