Skírnir - 01.09.2001, Side 142
406
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
SKÍRNIR
merkingunni að leika einhvern/eitthvað og að leika sér, og ekki
síst spurningin um ímynd. Þetta þrennt tengist augljóslega inn-
byrðis, þar sem ímynd Bjarkar er stöðugt leikin eða sviðsett, og í
myndbandinu „Hyperballad“ („Ofurballaða") (Michel Gondry)
er hún beinlínis gerð að tölvuleik. Þar sést Björk sem tölvuvera í
tölvuleik, bakgrunnurinn er kunnuglegur fjallahringur og sviðið
er andlit Bjarkar sjálfrar. Náttúran er alltaf nálæg, ýmist notuð
sem svið eða umgjörð - eins og í „Hyperballad", þar sem tölvu-
leikurinn fer fram í fjallaumhverfi - eða sem mótvægi, staður frels-
is, en þetta tvíræða hlutverk er einmitt dæmi um þá spennu eða
mótsögn sem er stöðugt til staðar í ímyndasköpun Bjarkar.
I myndböndunum er því stöðugt fyrir hendi ákveðið þema
sviðsetningar, sem undirstrikar ímyndaleikinn, og ýtir undir mót-
sagnir ímyndamótunarinnar. I „Venus as a Boy“ („Venus sem
strákur“) (Sophie Muller) er Björk stillt upp í eldhúsi, eins og um
sjónvarpsþátt um matreiðslu væri að ræða. Eldamennskuþættir
hafa tekið á sig ákveðna ímynd listlíkis (kitsch), þar sem ofurglatt
matreiðslufólk eldar fullkominn mat í fullkomnu umhverfi - sem
er gerólíkt öllum almennum eldhúsum. Björk er stillt upp sem dá-
lítið utangátta húsmóður, hún er að hugsa um strákinn sem hún
elskar og byrjar á því að brenna smjörið sem hún ætlar að steikja
eggin upp úr. Síðan leikur hún sér með matinn, rúllar eggjunum
eftir andlitinu á ákveðinn hátt sem óhætt er að túlka sem erótísk-
an - reyndar vísar myndbandið beint til klámsögu Georges Bata-
ille, Saga augans (Historie de l’Oeil) frá árinu 1928, en þar eru ein-
mitt augu, egg og eistu lögð að jöfnu. Að lokum tekst henni þó að
spæla fullkomið egg, og myndavélin einblínir á það, svo engu lík-
ara er en að eggið horfi á móti á áhorfandann. Enn er Björk sett
inn í svið, kunnuglegt svið og hlutverk, sem hún leikur en ögrar
jafnframt.
I „Big Time Sensuality“ („Meiriháttar nautn“) (Stéphane
Sednaoui) er sviðsetningunni splundrað að því leyti að hún er færð
út á götu, og Björk dansar og syngur lagið standandi á vörubíls-
palli sem ekur eftir götu í stórborg. Meðan myndavélin er stöðug
fyrir enda pallsins, hleypur Björk og dansar fram og til baka og
geiflar sig framan í myndavélarlinsuna, snýr andlitinu á alla kanta