Skírnir - 01.09.2001, Side 144
408
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
SKÍRNIR
Þessu má líkja við það sem Michelsen segir í áðurnefndri grein,
að tónlist Bjarkar sé lík dótakassa Línu langsokks, þar sem marg-
víslegar stíltegundir og stefnur í tónlist takast á, vinna saman og
mynda ævinlega eitthvað nýtt og skemmtilegt. Hvert lag kemur
með eitthvað nýtt og óvænt, hver hljóðblöndun sömuleiðis, en
það sem er alltaf stöðugt er rödd Bjarkar, tónlistin er knúin af
henni og hún er miðpunkturinn, tónlistin spinnur sig í kringum
röddina.30
Umsköpun Bjarkar/ímyndarinnar í tónlistarmyndböndunum
fullkomnast í myndböndunum „Hunter" („Veiðimaður") (Paul
White) og „All is Full of Love“ („Ástin er alls staðar“) (Chris
Cunningham), en þar er hún bókstaflega umsköpuð, ummynduð
í „Hunter", og sköpuð, mynduð, búin til í „All is Full of Love“.
Bæði myndböndin bera merki tækniáherslu Bjarkar, sem kemur
fram í tæknivæddri tónlistarsköpun hennar og áhuga á ‘teknó’-
tónlist, auk þess sem hún hefur hvað eftir annað gagnrýnt fælni
og fordóma gagnvart tækni, jafnt í textum sínum og viðtölum.31
„Hunter“-myndbandið er mjög einfalt miðað við fyrri mynd-
bönd Bjarkar, en það minnir kannski helst á „Big Time Sensu-
ality“. Meðan Björk syngur lagið krúnurökuð og nakin er hún
allan tímann í nærmynd, römmuð inn eins og brjóstmynd, og
sveiflar höfðinu til í takt við tónlistina. Með tölvubrellum er síð-
an bætt á höfuð hennar eins konar bjarndýrsfeldi, sem vex smám
saman og hverfur svo aftur, og að því er virðist hristir hún hann
af sér á stundum. Bjarndýrsfeldurinn er mjög augljóslega tækni-
gerður og þannig breytist Björk í eins konar gervibjörn. Þetta
kallast á við textann, en þar syngur Björk að hún sé bæði veiði-
maður og bráð.
Umbreyting Bjarkar í björn í „Hunter" kallast á við aðra birni
sem hafa birst í myndböndunum. í „Human Behaviour“ („Mann-
leg hegðun“) (Michel Gondry) segir einnig frá björnum, en þar
gengur Björk um í eins konar brúðulandi, sem er byggt brodd-
göltum, flugum og björnum, og að lokum endar hún sjálf í maga
30 Sjá Michelsen 1996:8.
31 Sjá Aston 1996 og Sjón 1996.