Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 147
SKÍRNIR
MYNDANIR OG MYNDBREYTINGAR
411
umhugsun vélmennanna sem byggja Björk upp, til vatnsins sem
flæðir stöðugt um og umlykur allt, og svo að lokum til tvífara-
Bjarkarinnar sem fagnar hinni nýsköpuðu Björk og sýnir henni
ást sína.33
Þetta myndband kallast á við fjölmargar vísindamyndir, en sæ-
borgir hafa verið mjög vinsælt þema í vísindamyndum undanfar-
inn áratug. Tæknibrellurnar eru skapaðar af japönskum lista-
mönnum og reyndar minnir myndbandið einmitt á tilteknar jap-
anskar kvikmyndir sem fjalla um samruna manna og véla, eða líf-
rænna og ólífrænna fyrirbæra, en það eru myndirnar Tetsuo og
Tetsuo II: Body Hammer (Shynia Tsukamoto, 1988, 1992). Að
auki vísar myndbandið mjög til japanskra myndasagna, svokall-
aðra manga, en Japanir eiga auðuga myndasöguhefð sem er upp-
full af vélverum hvers kyns.34
Björk birtist einnig sem sæborg í hinu annars náttúruvæna
myndbandi „Jóga“ (Michel Gondry), en það er annað af mynd-
böndum Michels Gondry sem tekur ástartexta og breytir hon-
um í allegoríu, að þessu sinni um samband Bjarkar við Island og
náttúru landsins. Myndbandið hefst á því að myndavélin bein-
íst að hvítklæddri veru sem liggur í íslenskri fjöru. Veran er
Björk. Þá rýkur myndavélin af stað og í hreint frábærri mynda-
töku sveiflast hið rómaða landslag Islands hjá, hver póstkorta-
33 í frétt í Morgunblaðinu, 30. október 1997, er sagt frá umsögn tímaritsins Time
um Homogenic. Þar segir að þrátt fyrir að á tónlistinni sé framtíðarbragur sé
hljómurinn aldrei ómennskur: „í greininni segir að oft ímyndi menn sér að
framtíðin beri í skauti sér klóna, vélmenni og geimverur um leið og hlutir eins
og vinátta, fjölskylda og trú hverfi. Tónlist Bjarkar ... sé framtíðartónn, en
hann sé aldrei ómennskur." Síðan er ítrekað að það sé rödd Bjarkar sem gefi
tónlistinni persónulegan blæ. í greininni er vísað í myndbandið „Jóga“, sem var
fyrsta smáskífa plötunnar, en þegar þarna var komið sögu hafði myndbandið
„All is Full of Love“ ekki ennþá birst. Það er því óhætt að segja að hér sé ein-
mitt á ferðinni sú myndlýsing við tónlistina sem Björk talar sjálf um, því að sú
tilfinning sem myndbandið gefur er endurspegluð í tónlistinni.
34 Það mætti skrifa heila grein bara um þetta myndband og þau margvíslegu texta-
tengsl og textasamþættingu sem þar eru á ferðinni. Manga þekkja margir af
Pókémon sem er eins konar barnamanga, en er alls ekki dæmigert fyrir hefðina.
Reyndar hef ég ákveðið verk í huga þegar ég horfi á „All is Full of Love“, en
það er myndasagan um bardagaengilinn Alitu eftir Yukito Kishiro, sem minn-
ir sjónrænt mjög á sæber-Björkina í myndbandinu.