Skírnir - 01.09.2001, Page 150
414
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
SKÍRNIR
fólks um þessa eldfjallaeyju í norðri. ísland er komið í tísku sem
ævintýraland og eins konar útópísk fjársjóðseyja - þar sem hin
óspillta og villta náttúra er fjársjóðurinn - land hins óvænta og
óvenjulega. Og ekki má gleyma því að Björk er ekki aðeins tákn-
mynd náttúru og ímynd náttúrubarns, hún heldur einnig á loft
ímynd framsækinnar tónlistar og tækni. I myndböndum sínum
birtir hún iðulega mynd af sjálfri sér sem sæberpönkara, tækni-
væddri nútímakonu, eins og t.d. í „Hunter" og „All is Full of
Love“. Þessi ímynd stangast engan veginn á við náttúrumyndina;
þvert á móti fara þær oft saman, eins og í „Jóga“-myndbandinu,
en þar er hin glæsta og hreina náttúra skekin og hrist með tölvu-
brellum.
Því má segja að þótt Björk haldi á loft og nýti sér þá róman-
tísku (náttúru)ímynd sem mótast hefur af Islandi sem landi villtra
frumkrafta, hins óvænta og óspillta, þá er sú ímynd um flest ólík
þeirri háfleygu rómantísku upphafningu á náttúrunni sem Is-
lendingar eru vanir úr ættjarðarkveðskap skáldanna. Náttúruróm-
antík Bjarkar hefur tekið á sig nýja mynd, þar sem hin manngerða
náttúra leikur einnig hlutverk. Þetta minnir á hugmyndir um að
náttúrudýrkun nútímans sé í raun sögulega skilyrt, manngerð
rómantísering. Ljóðlínan „emotional landscape“ eða „tilfinninga-
legt landslag" ber einmitt í sér kjarna rómantísku náttúrudýrkun-
arinnar, þar sem landslagið endurspeglaði innri tilfinningar skálda
og annarra sem höfðu tilfinningu fyrir landinu, og í texta og
myndbandi Bjarkar er þessi hugmynd bókstaflega myndbirt og
landslagið myndhverft í mannlegum (kvenlegum) tilfinningum.
En jafnframt er ímyndinni ögrað á róttækan hátt, að því leyti að
hið tilfinningalega landslag er gervilandslag, tölvuteiknað. Onnur
myndbönd hennar árétta þetta með ýmsum hætti. Brúðulandið í
„Human Behaviour“ er t.d. augljóst brúðuland, svið myndbands-
ins er hreyfimynd; innrás gróðursins í „Bachelorette" er á sama
hátt augljóslega ‘gervi’; björninn í „Hunter“ er greinilega sæber-
björn, líkt og landslagið er augljóslega tæknilega lifandi í „Jóga“.
Með áherslu sinni á tæknivædda náttúru birta myndbönd
Bjarkar einmitt það að hversu náttúruleg og frjáls sem við vildum
að náttúran væri getur hún aldrei verið hin fullkomlega náttúru-