Skírnir - 01.09.2001, Qupperneq 151
SKÍRNIR
MYNDANIR OG MYNDBREYTINGAR
415
lega náttúra sem rómantíkin dáði. Á undanförnum árum hafa
ýmsir orðið til að benda á að hugmyndir okkar um náttúru og
náttúruleika eru í raun menningarlega skilyrtar, í sögu og tíma, og
jafnvel tilbúnar.37 Haraway ræðir þessar hugmyndir í verkum sín-
um um tengsl tækni og náttúru, en femínistar hafa haldið uppi
gagnrýni á upphafnar hugmyndir um náttúruna - sem ‘uppruna-
lega’ og ‘óspillta’, eða bara ‘náttúrulega’ - sérstaklega eins og hún
hefur verið tengd kvenlíkamanum og kvenímyndum.38
Náttúran skiptir Björk þó greinilega miklu máli, ef miðað er
við texta hennar, myndböndin - sjá t.d. hvernig allt hverfur aftur
til náttúrunnar í „Bachelorette“ - og þau ummæli sem hún lætur
falla í fjölmiðlum, og þess vegna er ég ekki að halda því fram að
náttúrunni sé hafnað eða henni skipt út fyrir tækni.39 Það sem ger-
ir myndbönd Bjarkar - og þá ímynd sem þau skapa af Björk/nátt-
úru - er einmitt þessi sátt andstæðna, þar sem hvorugu er gefið
meira vægi, náttúran yfirtekur ekki tæknina, eða tæknin náttúr-
una. í greininni „Sexualizing Space“ ræðir Sue Best um það sem
37 Sjá Guðmund Hálfdanarson 1999, þar sem rætt er um tengsl þjóðarímyndar ís-
lendinga við náttúru og hvernig sú náttúrusýn breyttist á 20. öld.
38 Sjá Haraway 1991b, en titillinn - Simians, Cyborgs, and Women: The Rein-
vention of Natnre - segir sitt um áherslu bókarinnar. Meðal annars ræðir
Haraway á mjög ögrandi hátt um hvernig rannsóknir á hegðunarmynstri dýra
- apa - sem hafa verið notuð til að endurspegla mannlegt samfélag og réttlæta
kynjamun, eru í raun alls ekki jafn hlutlausar og þær gefa sig út fyrir að vera -
og geta aldrei verið það; rannsakendurnir komi alltaf með sínar eigin hugmynd-
ir um uppbyggingu samfélagsmynsturs inn í rannsóknina, sem hefur síðan áhrif
á hvernig þeir skoða mynstrin. í bók sinni Modest Witness@Second Millenni-
um.FemaleMan Meets OncoMouse: Feminism and Technoscience (1997), held-
ur Haraway áfram umræðu sinni um manngervingu náttúrunnar, nú með sér-
stakri áherslu á erfðavísindi. Sjá einnig aðrar bækur um tækni og náttúru:
Lykke og Braidotti 1996, og Robertson, Mash, Tickner, Bird, Curtis og Putnam
1996. Sjá einnig femínxskar greiningar á stöðu náttúru andspænis konu: Cixous
1991, Fuss 1989, Irigaray 1992 (1974) og 1990 (1977). Greinar Ortner 1974 og
Spelman 1982, eru grundvallarlestur í þessari umræðu. Þessi gagnrýni á ‘nátt-
úru’ hefur einnig verið ríkjandi £ hinni miklu umræðu um líkamann sem ein-
kennt hefur hinn póstmóderníska tíunda áratug, sjá t.d. Featherstone,
Hepworth og Turner 1991, og Shilling 1993. Sú umræða er augljóslega undir
áhrifum frá kenningum Michels Foucault.
39 Sjá Aston 1996 og Sjón 1996 sem ræða um samband Bjarkar við ísland og ís-
lenska náttúru.