Skírnir - 01.09.2001, Page 152
416
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
SKÍRNIR
hún kallar ‘skörun’ (imbrication) og segir að með því að ganga út
frá skörun hugmynda og efnis sé hafnað hinni vanalegu andstæðu-
uppröðun sem gefur einu vægi umfram annað. Þó að hér sé Best
að tala um hugmyndir og efni - rými/líkama - þá finnst mér hug-
mynd hennar um skörun, og það að byrja á sköruninni, áhugaverð
og mjög við hæfi í lestri á myndböndum Bjarkar, en þau virðast
einmitt gefa sér þessa skörun sem ákveðna forsendu, í stað þess að
ganga út frá annaðhvort náttúru eða tækni.40 Tækni og náttúru er
stillt upp saman og samtímis: náttúran tekur á sig tæknilegan blæ,
og tæknin verður náttúruleg, lifandi, eins og er t.d. áréttað með
öllu rennandi vatninu í „All is Full of Love“. Með tilliti til
femínískra hugmynda og kvenímyndar Bjarkar er þetta einnig
mjög mikilvægt atriði, því að hefðbundnar hugmyndir um tengsl
konu og náttúru eru raktar upp og ofnar saman á nýjan hátt, í vef
sem þættir saman rafræna þræði - margmiðlunar, Netsins - og
‘náttúrulega’ strengi.
Kannski er varasamt að tala um sátt, því að eitt af því sem ger-
ir Björk áhugaverða, og gefur verkum hennar kraft, er einmitt það
hvernig hún viðheldur mótsögnum og þversögnum, hvernig hún
teflir saman andstæðum og stokkar þær upp og skapar þannig
spennu og togstreitu sem verða skapandi í stað þess að valda rugl-
ingi og stefnuleysi. Mótsagnir, eins og þær sem birtast hvað skýr-
ast í samslætti náttúru og tækni, valda hvörfum og umbreytingum
sem hvorki náttúran né tæknin komast óbreytt frá, en í staðinn er
búið til eitthvað nýtt, eitthvað annað, sem er hvorki Island né
Undraland. Við skulum í bili kalla það Björkland.
Þessi grein er unnin upp úr fyrirlestri sem haldinn var á málþingi í Reykholti til-
einkuðu Björk, hinn 16. ágúst 2000, og var samstarfsverkefni Menningarborgar
Reykjavík 2000, og Borgarfjarðarsveitar.
40 Best 1995:190.