Skírnir - 01.09.2001, Page 158
422
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
ákveðins hóps lesenda, því að þá þótti hætta á að skáldið setti sig
í ákveðnar stellingar þar sem það væri orðið sér meðvitað um við-
tökur ljóða sinna.7
Ljóð Byrons gengu flest þvert á þessa hugmyndafræði. Þau
voru félagslegur gjörningur sem var í upphafi beint að afmörkuðu
túlkunarsamfélagi háaðalsins í Lundúnum og síðar, eftir að Byron
flúði land árið 1816, að sívaxandi hópi nýrra lesenda úr lægri stétt-
um samfélagsins.8 Byron þjálfar lesendur í því að ráða í táknkerfi
ljóða sinna og setja þau í sögulegt, pólitískt og sjálfsævisögulegt
samhengi, og persóna skáldsins brúar ávallt bilið á milli lesandans
og verkanna. Skáldskapur Byrons gengur því þvert á allar hefð-
bundnar hugmyndir um rómantíska einlægni, en henni er gjarnan
lýst sem ósjálfráðri uppsprettu smárra geðhrifa. Hún er persónu-
leg og innhverf og í henni er ekkert rúm fyrir þau heimssögulegu
átök sem Byron vildi verða vitni að og taka þátt í. í Englandi, sem
víðar, var þetta skáldskapur hinnar rísandi borgarastéttar og fundu
talsmenn hennar fljótlega hinum enska lávarði allt til foráttu.
Byron sótti fyrirmyndir sínar í lokaðan heim aðalsveldis, þar
sem verkin voru látin tala. Hann fann lífi sínu farveg í athöfnum
sem mótaðar voru af djörfum söguskilningi. Árið 1807, þegar hinn
aðalsættaði Byron er aðeins 19 ára gamall, býr hann til lista yfir
þær bækur sem hann hefur lesið og eru þar fyrirferðarmest sagn-
fræðirit og ævisögur.9 Listinn er upp á margar síður og gefur til
kynna hversu mikla áherslu hann lagði á sögulega atburði. Segja
7 Jerome J. McGann hefur skrifað mikið um tengsl einlægni og hræsni í rómant-
ískri hugmyndafræði. Nægir þar að nefna greinarnar: „Byron and ,The Truth in
Masquerade‘“ (í Rereading Byron: Essays Selected From Hofstra University’s
Byron Bicentennial Conference. Ritstj. Alice Levine og Robert N. Keane. New
York og Lundúnum: Garland Publishing, 1993); „Private Poetry, Public Decept-
ion“ (í The Politics of Poetic Form: Poetry and Public Policy. Ritstj. Charles
Bernstein. New York: Roof, 1990); og „Lord Byron’s Twin Opposites of Truth"
(í Towards a Literature of Knowledge. Chicago: The University of Chicago
Press, 1989).
8 William St Clair hefur rakið þessa þróun í grein sinni „The Impact of Byron’s
Writing: An Evaluative Approach" í Byron: Augustan and Romantic. Ritstj.
Andrew Rutherford. Lundúnum: Macmillan, 1990.
9 Lord Byron: „Reading List (1807)“. The Complete Miscellaneous Prose. Ritstj.
Andrew Nicholson. Oxford: Clarendon Press, 1991, s. 1-7.