Skírnir - 01.09.2001, Side 161
SKÍRNIR
BYRON OG LISTIN AÐ DEYJA
425
Æskufólk þessara ára var í síauknum mæli farið að snúa sér frá Byron að
Shelley og Wordsworth — en á því augnabliki sem við vissum að hann var
dáinn, varð hann hluti af okkur aftur og því fór fjarri að nokkur stæði
honum jafnfætis ... Það dó svo mikið af okkur með honum að dauði hans
virtist tilheyra hinu ónáttúrulega og ómögulega.13
Á sömu nótum skrifaði Jane Welsh verðandi eiginmanni sínum,
Thomasi Carlyle: „Ef þeir hefðu sagt mér að sólin eða tunglið
væru horfin af himninum, hefði það ekki vakið hjá mér sömu
ægilegu auðnar og tómleika tilfinninguna og orðin: Byron er dá-
inn.“ Hinn fimmtán ára Alfred Tennyson, sem varð næsta höfuð-
skáld Englendinga, hljóp út í skóg og skrifaði orðin „Byron er
dáinn" á stein sem á rómantíska vísu var hálffalinn í mosa og
• 14
grasi.
Flestir sem lesið hafa um ævi Byrons þekkja svona sögur, svo
oft er vitnað til þeirra. Minningar- og erfiljóð skiptu tugum næstu
mánuðina og almenningur gleypti við öllum fréttum af síðustu
dögum Byrons í Grikklandi.15 Nú þeystu kunningjar hans, hver á
fætur öðrum, fram á ritvöllinn: Gamba, Parry, Blaquiere, Kenn-
edy, Millingen, Medwin, Blessington, Trelawny. I bók eftir bók
röktu þeir samræður sínar við skáldið, þar sem togast var á um
hverja setningu. Þeir reyndu eftir fremsta megni að sannfæra les-
endur um trúverðugleika eigin frásagnar, helst á kostnað þeirra
sem á undan höfðu komið. Þótt þessar bækur segi okkur lítið um
13 Edward Bulwer-Lytton: England and the English. Lundúnum: Bentley, 1833,
II, s. 94.
14 Sjá André Maurois: Byron. New York og Lundúnum: D. Appleton-Century,
1943 (1. útg. 1930), s. 541-542. Sjá einnig þýðingu Sigurðar Einarssonar á sama
kafla í Byron lávarður: Ævisaga hins mikla skálds. Reykjavík: ísafoldarprent-
smiðja, 1944, s. 291-292.
15 Mörg þessara ljóða lýstu lávarðinum sem skáldhetju sem uppfyllti sín æðstu
fyrirheit með dauða sínum í Grikklandi. Ekkert ljóðanna nýtur frægðar nú á
dögum en forvitnilegust þeirra eru eflaust ljóð Williams Howitt „A Poet’s
Thoughts at the Interment of Lord Byron“ (1824), J. W. Lakes „A Poetical Tri-
bute to the Memory of Lord Byron“ (1824), W. G. Thompsons „Lines on the
Death of Lord Byron“ (1824), og ljóð W. L. Bowles „Childe Harold’s Last Pil-
grimage", sem hlotnaðist sá heiður að vera valið af Thomas Moore í ævisögu
hans um Byron lávarð; sjá Life of Lord Byron. New York: J. & J. Harper, 1831,
s. 534.