Skírnir - 01.09.2001, Side 163
SKÍRNIR
BYRON OG LISTIN AÐ DEYJA
427
villingur.18 Höfundur bókarinnar Uriel: Avarp í Ijódum frá 1822
er beinskeyttari í áminningum sínum. Þrítugasta erindi er þannig
í endursögn:
Sú stund getur komið, lávarður minn, að þú þurfir
á góðum vini að halda. Af kristilegum kærleika
mun hann slétta þinn andlátskodda, og létta
á höfði þínu á meðan þú engist af kvölum.
Allur heimurinn mun horfa á þig á þeirri þrautastundu,
hvílík sjón verður þú jafnt englum og mönnum.
Megi þá sú trú sem þú dirfist að afneita núna,
knýja þig að trúa á Guð kærleikans,
og varpa heilögum dýrðarljóma yfir duftker þitt.19
í þessum anda er einnig ljóð Johns Wesley Thomas, Vörn fyrir
Don Juan frá 1824, en Thomas sér samsvörun með trúleysi
Voltaires og Byrons og telur líklegt að Byron muni, líkt og heim-
spekingurinn franski, iðrast á andlátsstundinni. Um Voltaire segir
hann í neðanmálsgrein: „Engan skal undra að trúleysingjar harmi
niðurlægingu þeirra fræknasta manns, eða sú staðreynd að þeir
reyna eftir fremsta megni að breiða yfir hversu smánarlega hann
hegðaði sér þegar hann var að dauða kominn.“20
18
19
Childe Harold’s Pilgrimage to the Dead Sea: Death on the Pale Horse and
Other Poems. Lundúnum: Baldwin, Cradock, and Joy, 1818, s. 33-34.
Uriel a Poetical Address to the Right Honorable Lord Byron. Written on the
Continent: With Notes, Containing Strictures on the Spirit of Infidelity Main-
tained in his Works. An examination into his assertion, „If Cain is Blas-
phemous, Paradise Lost is Blasphemous." And Several Other Poems. Lundún-
um: [Höfundur gaf út], 1822, s. 16. Erindið hljóðar svo á ensku:
An hour may come, when you, my Lord, will need
Some faithful friend, whose truly Christian deed
Shall smooth your dying pillow, and sustain
Your aching head, midst agonizing pain;
The world will view you, in that trying scene,
„A spectacle to angels, and to men:“
Then may the faith you now presume to spurn,
Compel you to the God of love to turn,
And shed a sacred halo o’er your funeral urn.
20 John Wesley Thomas: An Apology for „Don Juan.“ Cantos I.-ll. T. Green,
1824, s. 94. Ljóðið birtist fyrst nafnlaust en Thomas kom fram sem höfundur
þess í þriðju útgáfunni frá 1850.