Skírnir - 01.09.2001, Page 165
SKÍRNIR
BYRON OG LISTIN AÐ DEYJA
429
ur Byrons, viðstaddur aftökuna. í bréfi til Byrons sagði hann alla
hafa dáið hetjudauða og með orðum sínum er hann sennilega að
áminna skáldið fyrir þá þröngsýni sem það hafði sýnt undanfarna
mánuði í bréfum sínum um réttarhöldin og sakborningana.22
Meðan á réttarhöldunum stóð skrifuðust Hobhouse og Byron
reglulega á og fyrst í stað virtist Thistlewood einvörðungu vekja
áhuga Byrons sem leiðtogi hinna svokölluðu Catóstrætis samsær-
ismanna.23 í bréfi til Hobhouse frá 29. mars 1820, bendir Byron á
sögulegt fordæmi úr fornöld hjá Cató sem reis upp gegn Caesari
og framdi sjálfsmorð fremur en að gefast upp í Utica. En hann
varar ennfremur hinn frjálslynda Hobhouse við því að styðja of
mikið við bakið á hinni nýju og vaxandi verkalýðshreyfingu í
Englandi. Forsprakka hennar skorti þann sögulega skilning sem
nauðsynlegur sé til sigurs og þannig tengi aðeins orðið eitt Cató-
strætismennina við klassíska fortíð. Byron efast jafnvel um að
þessir menn geti dáið með sóma, ólæsir sem þeir séu með öllu á
Tacitus.24 Hann áréttar þessa skoðun sína mánuði seinna (22. apr-
íl 1820) í almennri umfjöllun um róttæka byltingarsinna í verka-
lýðsstétt: „Hin klassíska menntun okkar ætti að minnsta kosti að
hafa kennt okkur að troða á þessum skít sem ekki er viðbjargandi,
eins og þeirra fávísi hrottaskapur hefur leitt í ljós.“25 Rúmri viku
seinna gengu Thistlewood og félagar með reisn upp að gálganum
og neyddu þannig Byron til að endurskoða afstöðu sína.
Bréf Byrons bera þröngsýni hans glöggt vitni, jafnt hvað varð-
ar val á sögulegum hliðstæðum og í því að telja aðalsmenn eina
færa um að taka þátt í heimssögulegum atburðum. Byltingarskáld-
skapur Byrons sýnir þetta ótvírætt en þar er markmiðinu oftar en
ekki náð með upphafinni fórn hetjunnar. Uppreisnarseggurinn
Lara, úr samnefndu ljóði Byrons, frelsar þannig þræla til að hefna
sín á þeim aðalsmönnum sem höfðu smánað hann. Ljóðið, sem var
ort tveimur árum áður en Byron var hrakinn í útlegð frá Englandi
22 Lord Broughton: Recollections of a Long Life, II, s. 129.
23 Um þá má m.a. lesa í riti E.P. Thompsons: The Making of the English Working
Class. New York: Vintage Books, 1966, s. 700-710.
24 Lord Byron: Byron’s Letters and Joumals, 7. bindi, s. 62-63.
25 Lord Byron: Byron’s Letters and Journals, 7. bindi, s. 81.