Skírnir - 01.09.2001, Síða 166
430
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
1816, varð honum ákveðin fyrirmynd árin sem hann dvaldi á ítal-
íu. Þar gældi hann oft við þá hugmynd að snúa aftur heim til Eng-
lands, þar sem hann myndi, líkt og Lara, leiða almúgann gegn
félögum sínum í aðalsstétt sem hann taldi hafa snúið baki við sér.
I gamni sagði hann að fyrsta verk sitt sem byltingarforingja yrði
að sitja fyrir þeirri nefnd sem skipti upp eignum tengdamóður
sinnar, lafði Milbanke.
Leikrit Byrons, Marino Faliero (1821), er á svipuðum nótum,
en Marino Laliero er prins sem stjórnar almúgauppreisn gegn að-
alsmönnum Feneyja. Einn helsti átakaþáttur verksins felst í sálar-
kreppu Falieros, sem styður plebeiana gegn sinni eigin stétt.
Þannig segir Faliero við einn af uppreisnarmönnunum:
Þú ert föðurlandsvinur, plebískur Gracchus —
leiðarljós uppreisnarmannsins og foringi fólksins.
Ég ásaka þig ekki, því þú hefur köllun.
Þeir slógu, undirokuðu og fyrirlitu þig,
líkt og mig: En ólíkt mér, þekkir þú þá ekki.26
Plebískur Gracchus er vitanlega írónísk mótsögn. Sérstaða bræðr-
anna Tíberíusar og Gajusar Gracchus fólst í því að þeir voru róm-
verskir höfðingjar sem reyndu að auka réttindi almúgans, en voru
myrtir fyrir vikið. Marino Faliero, sem er feneyskur aðalsmaður
frá 14. öld, getur aðeins endurtekið tilraun þeirra, og líkt og þeir
hlýtur hann dauða fyrir. Sögusýn Byrons heimtar nákvæma end-
urtekningu. Eins og Faliero og Gracchusarbræður verður hann að
fylgja sama ferli snúi hann aftur heim til Englands. Hér er að finna
kjarnann í forlagatrú Byrons. Athafnir hans eru ópersónulegar í
því ljósi að þær tilheyra þegar heimssögunni.
Byron hefði líklega hlotið sömu örlög og Faliero hefði hann
snúið heim til Englands sem uppreisnarforingi. Það er þó fullmik-
26 Lord Byron: Complete Poetical Works, 1-7. Ritstj. Jerome J. McGann. Oxford:
Clarendon Press, 1980-1993; Marino Faliero, 4. bindi, s. 382 (III, ii: 454-458).
Línurnar hljóða svo á ensku:
You are a patriot, plebeian Gracchus —
The rebel’s oracle, the people’s tribune —
I blame you not, you act in your vocation;
They smote you, and oppress’d you, and despised you;
So they have me: but you ne’er spake with them.