Skírnir - 01.09.2001, Page 168
432
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
einu handriti ljóðsins. Fimm sinnum spyr hann og fimm sinnum
ritar hann sitt eigið nafn, Byron, á spássíu.27
Þessa uppgötvun handritafræðinganna þarf þó ekki til. Les-
endum ljóða Byrons finnst gjarnan eins og dauði hans í Grikk-
landi hafi verið takmark í sjálfu sér, líkast því að staðið hafi verið
við gamalt loforð. Og hér þarf ekki að horfa til Pílagrímsferðar
Childe Harolds til að finna staðfestingu á þessari hugsun, hana má
finna víða annars staðar í skáldskap Byrons. Sem dæmi má nefna
þriðju kviðu söguljóðsins mikla um Don Juan, en sá hluti ljóðsins
var saminn á haustmánuðum 1819. Þar stígur grískur söngmaður
fram í veislu og syngur um forna og því sem næst gleymda frægð
Grikklands og dáðleysi þegnanna. Tvö erindanna hljóða svo í
þýðingu Matthíasar Jochumssonar:
Er frelsið glatað, frægðin dauð?
Er fjötrum svæfð hin mikla þjóð?
Ó, hve mér blæðir blygðun rauð
um bleika kinn við þessi ljóð!
Hvað gjörir Grikklands skáld nú skár
en skammast sín og fella tár?
Hve lengi treina tár og blygð?
þeim, trúi’ eg, blæddi fyrr á tíð!
Ó, fá oss aftur fósturbyggð
einn frægðardreng af Spörtu lýð!
af þrem hundruðum þrjá oss gef, —
og Þermópýle séð ég hef!28
27 Sjá Jerome J. McGann: Fiery Dust: Byron’s Poetic Development. Chicago og
Lundúnum: University of Chicago Press, 1968, s. 28.
28 Matthías Jochumsson: Ljóðmœli: Síðari hluti. Þýdd Ijóð. Reykjavík: ísafoldar-
prentsmiðja, 1958, s. 537. Á ensku hljóða erindin svo:
’Tis something, in the dearth of fame
Though link’d among a fetter’d race,
To feel at least a patriot’s shame,
Even as I sing, suffuse my face;
For what is left the poet here?
For Greeks a blush — for Greece a tear.