Skírnir - 01.09.2001, Page 170
434
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
fimmtu kviðu Childe Harold.“2<) Af orðum Trelawnys má merkja
að Byron var reiðubúinn að færa reynslu sína í Grikklandi í til-
finningaþrungið samhengi gæfist honum tækifæri til þess. Síðar,
þegar Byron var kominn til eyjunnar Kefaloníu undan ströndum
Grikklands, sagði hann um væntanleg ævintýri sín: „Ef atburðirn-
ir snúast upp í farsa munu þeir henta vel í Don Juan, ef þeir verða
hetjulegir fáið þið aðra kviðu af Childe Harold.“i0 Á þennan hátt
eru söguljóðin tvö ekki aðeins sjálfsævisöguleg. Þau eru ákveðnar
gerðir sjálfsævisagna sem hvor um sig vísar til sérstaks stigs upp-
lifunar. Mistakist Byron ætlunarverk sitt er það fyrst og fremst
vegna þess að mannleg tilvist er háðuleg, jafnvel þegar tekist er á
um svo mikilvæga hluti sem sjálfstæði heillar þjóðar. Að sama
skapi verður hin rómantíska hetjusaga aðeins skrifuð ef Byron fer
með sigur af hólmi.
Ymislegt við dauða Byrons má lesa í samhengi við Don Juan,
svo sem ringulreiðina í Missolonghi og sundurleita herdeild
skáldsins, sem hann sjálfur sagði verri en þá er þrjóturinn Falstaff
hafði yfir að ráða.31 Þó eru síðustu stundirnar fyrst og fremst
sveipaðar ljóma rómantískrar goðsagnar um fórnardauða tilfinn-
ingasamrar hetju.
IV
Örlög rithöfundanna Voltaires og Jonathans Swift (1667-1745)
varpa ljósi á orð og athafnir Byrons síðustu dagana í Grikklandi.
Hann var mikill aðdáandi beggja höfunda og vitnaði oft í skáld-
skap þeirra.32 Hann átti heildarverk Voltaires í 92 bindum og í síð-
29 Edward John Trelawny: Records of Shelley, Byron and the Author. Harm-
ondsworth: Penguin Books, 1982 [1878], s. 225.
30 Edward John Trelawny: Records of Shelley, Byron and the Author, s. 240.
James Kennedy skrásetur hliðstæða fullyrðingu í endurminningum sínum. Sjá
Conversations on Religion, With Lord Byron and Others, Held in Cephalonia,
a Short Time Previous to His Lordship’s Death. Philadelphia: Carey & Lea,
1833, s. 296.
31 William Parry: The Last Days of Lord Byron, s. 156-157.
32 Sjá t.d. Elizabeth French Boyd: Byron’s Don Juan: A CriticalStudy. New York:
The Humanities Press, 1958, s. 97 og Lord Byron: Byron’s Letters andJoumals,
5. bindi, s. 199.