Skírnir - 01.09.2001, Page 171
SKÍRNIR
BYRON OG LISTIN AÐ DEYJA
435
ustu ferðinni til Grikklands las hann gjarnan í 19 binda útgáfu
skáldsins Sir Walters Scott (1771-1832) á verkum Swifts. Ævisaga
Scotts um Swift var Byron einkar hugleikin á sjóleiðinni til Grikk-
lands og varð honum tíðrætt um örlög skáldbróður síns. Trelawny
segir svo frá:
Á ferð okkar lásum við af athygli bréf Swifts og ævisögu Scotts um hann
og á hverjum degi, eða öllu heldur hverri nóttu, ræddum við það sem við
höfðum lesið. Aftur og aftur sagði Byron að sig hryllti við þeirri hugsun
að lifa þannig, en að hann óttaðist að þetta yrðu örlög sín samt sem áður.
/.../ „Ef ég missi vitið, Trelawny, verðurðu að skjóta mig,“ bað hann.
„Já,“ svaraði ég, „ef þú missir vitið skal ég gera það.“33
Það er dauði Swifts sem fyrst og fremst hefur áhrif á Byron, því að
Swift lifði ekki viðburðaríku lífi, ólíkt þeim skáldum sem Byron
vildi líkjast, svo sem Cervantes, Tasso, Dante, Ariosto og Kleist.34
Eftir slæmt krampakast í febrúar 1824, aðeins tveimur mánuðum
fyrir andlát sitt, sagði Byron við dr. Millingen „að hann óttaðist
aðeins tvennt: Að andast í miklum kvölum og að ljúka lífi sínu
sem glottandi fífl eins og Swift.“35
Ævisaga Scotts greinir frá því hvernig Swift missti smám sam-
an vitið og þar er allítarlega lýst þjáningum skáldsins síðustu árin.
Nefna má sem dæmi að í október 1742 bólgnaði vinstra auga
Swifts svo mikið að það varð á stærð við egg. Swift leið slíkar vít-
iskvalir að hann svaf lítið sem ekkert í næstum mánuð og í heila
viku þurftu fimm menn að halda honum niðri svo að hann rifi
ekki augun úr sér.36 Það sem Byron segir við þjóninn Fletcher 17.
apríl 1824, tveimur dögum fyrir andlátið, verður að lesa í sam-
hengi við örlög Swifts. Fletcher segir svo frá:
Á þessum degi sagði húsbóndi minn tvisvar við mig — „Ég get ekki sof-
ið, og eins og þú veist manna best þá hef ég núna ekki sofið í meira en
33 His Very Self and Voice: Collected Conversations of Lord Byron. Ritstj. Ernest
J. Lovell. New York: The Macmillan Company, 1954, s. 433.
34 Sjá t.d. Lord Byron: Byron’s Letters and Joumals, 3. bindi, s. 220-221.
35 His Very Self and Voice: Collected Conversations of Lord Byron, s. 529.
36 Sjá Sir Walter Scott: Memoirs of Jonatban Swift, D. D. From The Works of Jon-
athan Swift In Nineteen Volumes (Vol. I). Lundúnum: Bickers & Son, 1883, s.
423.