Skírnir - 01.09.2001, Side 172
436
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
viku. Og ég veit“, bætti hann við, „að menn þola svefnleysi aðeins um
skamma hríð, án þess að missa vitið og þá eru þeim allar bjargir bannað-
ar. Ég myndi tíu sinnum frekar skjóta mig en missa vitið, því ég óttast
ekki dauðann. Ég er betur undir hann búinn en flestir halda."37
William Parry hefur einn bent á að þegar Byron, líkt og margir
aðrir óráðssjúklingar, kvartaði yfir því að hafa ekki sofið í viku,
hafði hann í raun hvað eftir annað sofnað og þótt hann hafi verið
órólegur í svefni hafði hann sannarlega sofið.38 Fullyrða má að í
óráðshjali sínu sé Byron að hugsa til síðustu daga Swifts með ör-
lítið breyttum formerkjum.
Orð Byrons, „ég óttast ekki dauðann. Eg er betur undir hann
búinn en flestir halda“, ollu nokkrum deilum í Englandi. Þau eru
tekin upp í bók R.C. Dallas (1754-1824), sem þekkti skáldið sem
ungan mann. Endurminningar frá ævi Byrons var gefin út í árslok
1824 stuttu eftir lát höfundarins.39 I niðurlagi sem sonur Dallas
skrifar eftir dauða föður síns segir hann ummælin staðfesta trú
Byrons og að hann hafi dáið sáttur við Guð sinn. Bréf þjónsins
Fletchers virtust færa frekari rök fyrir þessari fullyrðingu. Þau má
þó ekki taka of hátíðlega. Fletcher var einfaldur maður og bréf
hans bera fyrst og fremst þeirri þrá hans vitni að vernda minningu
lávarðarins og að sefa ótta ættingja og vina. Hann játaði þetta í
bréfi til dr. James Kennedy, sem sjálfur átti síðar eftir að skrifa bók
um Byron. í bréfinu segir Fletcher:
Ég kysi ekkert frekar sjálfur en að frelsast til kristni. En á þessari stundu
verð ég að játa að það myndi fremur skaða en bæta orðstír húsbónda míns
að staðhæfa opinberlega að hann hefði frelsast. Hann náði aldrei það langt
að frelsast.40
Hobhouse, nánasti vinur Byrons og helsti ráðgjafi, reyndi hvað
sem hann gat til að þagga niður í Fletcher. í bréfi til Augustu
37 His Very Self and Voice: Collected Conversations of Lord Byron, s. 588.
38 Wiliiam Parry: The Last Days of Lord Byron, s. 124-125.
39 R. C. Dallas: Recollections of the Life of Lord Byron From the Year 1808 to the
End of 1814. Lundúnum: Charles Knight, 1824, s. 335-336.
40 Sjá James Kennedy: Conversations on Religion, With Lord Byron and Others,
Held in Cephalonia, a Short Time Previous to His Lordship’s Death, s. 202; og
John Galt: The Life of Lord Byron. Lundúnum: Colburn and Bentley, 1830, s. 363.