Skírnir - 01.09.2001, Page 173
SKÍRNIR
BYRON OG LISTIN AÐ DEYJA
437
Leigh, systur Byrons, biður hann hana að leyfa engum að sjá bréf
það sem Fletcher skrifaði henni. í því staðhæfir Fletcher að eftir
krampakastið í febrúar 1824, tveimur mánuðum fyrir andlát sitt,
hafi Byron ávallt haft Biblíu á borðinu hjá sér. Hobhouse segir:
Þótt þessi staðreynd gleðji þjóninn Fletcher mikið, óttast ég að hún geti
valdið misskilningi. Menn geta túlkað þetta sem hugleysi eða hræsni af
hálfu Byrons og mér er því mikið í mun að kæfa allar slíkar sögusagnir í
fæðingu. Þetta var honum engin nýlunda. Biblían var gjöf frá systur hans
og ég man vel eftir því að hafa séð hana á borðinu hjá honum þegar ég
heimsótti hann til Písa árið 1822. Og ef hann hefur ekki verið með óráði
er ég sannfærður um að hér hefur ekki verið nein hjátrú á ferðinni. Þó svo
að hann legði trúnað á almennt innihald bókarinnar var hann langt í frá
lamaður af helvítisótta.41
Meþódistinn dr. Kennedy skrifaði Hobhouse stuttu seinna og
greindi frá þeim áformum sínum að skrifa bók um Byron. Hann
hafði margoft reynt að snúa Byron til kristni sumarið 1823, en
gengið illa, en nú kvaðst hann í endurminningum sínum ætla að
frelsa Byron frá félagsskap frægra guðleysingja eins og Humes,
Gibbons og Voltaires.42 Óttast dr. Kennedy að annars verði Byron
lýst sem kuldalegum afneitara kristinnar trúar. Hobhouse svaraði
aldrei bréfi Kennedys og dagbókarfærslur hans sýna að hann hafði
ekki mikið álit á tilraunum hans.43
Miklu eðlilegra er að líta á orð Byrons, „ég óttast ekki dauð-
ann. Ég er betur undir hann búinn en flestir halda“, sem svar hans
við þeim orðrómi að hann myndi brotna saman á banasænginni.
Þau eru hér sögð sem staðfesting á styrk hans. Þessari dramatísku
yfirlýsingu er ætlað að fullvissa alla um það að ólíkt Voltaire sé
Byron ekki hræddur við að deyja. Orð Julius Millingen, sem ann-
aðist Byron í banalegunni, styðja þessa skoðun. Hann segir:
Það er mér ólýsanlega sárt að staðfesta að þótt ég viki varla nokkru sinni
frá rúmi Byrons síðasta skeiðið í veikindum hans heyrði ég hann aldrei
41 Lord Broughton: Recollections of a Long Life, III, s. 38-39.
42 James Kennedy: Conversations on Religion, With Lord Byron and Others,
Held in Cephalonia, a Short Time Previous to His Lordship’s Death, s. ix.
43 Lord Broughton: Recollections of a Long Life, III, s. 154-155.