Skírnir - 01.09.2001, Síða 175
SKÍRNIR
BYRON OG LISTIN AÐ DEYJA
439
Ábótinn reynir eftir fremsta megni að forða sálu Manfreðs frá log-
um vítis en án árangurs. Hönd hins deyjandi manns er köld eins
og hjarta hans virðist vera. Kaflinn er ekkert einsdæmi í skáldskap
Byrons. Dauði Lara, í samnefndu ljóði, er sama marki brenndur,
en hann ýtir burtu krossinum sem borinn er upp að enni hans —
og andast.
Guðlastið í andlátsorðum Manfreðs fór ekki framhjá nein-
um. Útgefandi Byrons, John Murray, sleppti þeim því í fyrstu
útgáfunni við mikla reiði skáldsins. í bréfi til Murrays segir
hann: „Með því að sleppa síðustu línunni hefur þú algjörlega
eyðilagt heildaráhrif ljóðsins og þann siðferðisboðskap sem ég
hafði fram að færa.“47 Þau frumspekilegu vandamál sem Byron
setti fram í Manfred voru að hluta til fengin frá Voltaire, sem
Byron las af miklum áhuga um það leyti sem hann skrifaði leik-
ritið.48 í bréfi til Hobhouse frá sama tíma skrifar hann um
Voltaire og andlát guðleysingjans og má því ætla að Byron hafi
viljað greina hetju sína Manfreð frá Voltaire með því að leggja
mikla áherslu á lokalínur verksins.49 Þess vegna má halda því
fram að merking leikritsins velti, þegar öllu er á botninn hvolft,
á dauða aðalpersónunnar. Dauði hennar verður að sigurstundu
líkt og í samnefndu ljóði Byrons um Prómeþeif sem ort var um
svipað leyti. Eins og Jerome J. McGann bendir á verður andláts-
stundin að andartaki í lífi hetjunnar sem er lifað í sannleika
fremur en í blekkingu.50
Heaves as it were beneath me. Fare thee well —
Give me thy hand.
ABBOT: Cold — cold — even to the heart —
But yet one prayer — alas! how fares it with thee? —
MANFRED: Old man! ’tis not so difficult to die. [MANFRED expires
ABBOT: He’s gone — his soul hath ta’en its earthless flight —
Whither? I dread to think — but he is gone.
Sjá Lord Byron: Complete Poetical Works, 1-7, 1980-1993. Manfred, 4. bindi,
s. 102 (III, iv, 145-153).
47 Lord Byron: Byron’s Letters and Journals, 5. bindi, s. 257.
48 Sjá t.d. Leslie A. Marchand: Byron: A Biography (í 3 bindum). New York: Al-
fred A. Knopf, 1957, II, s. 698.
49 Lord Byron: Byron’s Letters and Journals, 5. bindi, s. 216.
50 Jerome J. McGann: „Byron and ,The Truth in Masquerade‘“, s. 14.