Skírnir - 01.09.2001, Page 177
SKÍRNIR
BYRON OG LISTIN AÐ DEYJA
441
Ævisöguritarar Byrons töldu flestir að hvergi í heimsbókmennt-
unum mætti finna kveðjuljóð sem svo fullkomlega lýsti lífssögu
skálds og það var strax tekið upp í sýnisbækur sem helsti vitnis-
burður um frelsisást hans.52
Líkt og andlátsorð eru síðustu ljóð oft einlægari öðrum ljóð-
um í huga lesenda. Þar sem röddin er nú að eilífu þögnuð er hún
ætíð söm og óbreytileiki hennar gefur til kynna sannindi þess sem
mælt var. Sannleikurinn var að vísu annar því að þeir Murray og
Hobhouse stungu tveimur ljóðum undir stól sem ort voru síðar. I
þeim játar Byron ást sína á gríska drengnum Lúkasi, sem var fylgi-
sveinn hans í Missolonghi.53 Þeim félögum, Murray og Hobhouse,
fannst ljóðin eflaust seint geta talist viðeigandi kveðja enskrar
hetju til samlanda sinna.
V
Venjulega bindur dauðinn enda á lífshlaup manna án þess að hafa
sérstaka merkingu eða varpa ljósi á tilvist þeirra. Ef hann er ótíma-
bær birtist hann gjarnan sem tilgangslaust rof. Að sama skapi get-
ur dauðinn komið of seint, löngu eftir að andlegir og líkamlegir
kraftar einstaklingsins eru á þrotum. Heimspekingurinn John
Macquarrie orðar það svo í bók um tilvistarspekina: „Ef dauðinn
er fyrst og fremst „endalok" í þeim skilningi að hann stöðvi eða
rjúfi lífið er erfitt að sjá hvernig hann geti haft tilvistarlega merk-
Seek out — less sought than found,
A Soldier’s Grave, for thee the best,
Then look around and choose thy ground
And take thy Rest.
Sjí Lord Byron: Complete Poetical Works, 1-7, 1980-1993; „January 22nd 1824.
Messalonghi. On this day I complete my thirty sixth year“, 7. bindi, s. 79 og 81.
52 Sjá t.d. John Galt: The Live of Lord Byron, s. 317; Thomas Moore: Life of Lord
Byron, II, s. 492; og Thomas Medwin: Journal of the Conversation of Lord
Byron at Pisa, s. cii-ciii.
53 Ljóðin „Love and Death" og „Last Words on Greece" eru ort á tímabilinu frá
lokum febrúar fram í fyrstu viku apríl 1824, en 9. apríl tekur Byron sótt þá er
dregur hann til dauða. Sjá Lord Byron: Complete Poetical Works, 1-7,
1980-1993; 7. bindi, s. 81-82 og 83.