Skírnir - 01.09.2001, Síða 181
SKÍRNIR
BYRON OG LISTIN AÐ DEYJA
445
„Byron er dáinn“, á meðan aðrir Grikkir sögðu „Kristur er upp-
risinn".60
Meira að segja höfuðskepnurnar voru Byron hliðhollar. Líkt
og í gamalli sögu brast á gífurlegur stormur þegar hann gaf upp
öndina. I Lúkasarguðspjalli segir: „Og nú var nær hádegi og
myrkur varð um allt land til nóns, því sólin missti birtu sinnar. En
fortjald musterisins rifnaði sundur í miðju. Þá kallaði Jesús hárri
röddu: „Faðir í þínar hendur fel ég anda minn!“ Og er hann hafði
þetta mælt, gaf hann upp andann."61 Hér fylgir kafli sem greinir
frá andláti Byrons. Frásögnin er án efa sótt í hina biblíulegu fyrir-
mynd og er ein besta lýsingin á dauða frelsarans í líki Byrons:
Um klukkan sex um kvöldið sagði hann: „Ég vil fara að sofa nú“, og sneri
sér við og féll í svefn, sem hann vaknaði ekki af. Hann virtist ekki geta
hrært legg eða lið, en þeir sem viðstaddir voru, þóttust sjá köfnunarein-
kenni á honum og heyrðu hryglu í hálsi hans. Oðru hvoru reistu þeir Tita
og Fletcher höfuð hans frá koddanum, en hann virtist ekki finna til neins.
Læknarnir settu við hann blóðsugur, ef verða mætti til þess að vekja hann
úr þessu dauðadái. Blóð vætlaði niður andlit hans. I heilan sólarhring lifði
hann í þessu ástandi. Að kveldi hins 19. í rökkrinu, sá Fletcher hann opna
augun andartak og loka þeim þegar: „Guð minn góður“! sagði hann, „ég
held að lávarðurinn sé dáinn“! Læknarnir tóku á æðinni, „það er rétt“,
sögðu þeir, „hann er dáinn“.
Nokkrum augnablikum áður skall ægilegt fárviðri yfir Missolonghi.
Nóttin fór að, þrumur og eldingar geysuðu. Langt í burtu, handan við
hópið, lýstu flögrandi eldingar upp dökka eyjaröðina. Regn skall skyndi-
lega á glugga húsanna. Dánarfregnin hafði enn ekki borizt grísku her-
mönnunum og fjárhirðunum, sem leituðu skjóls innan dyra. En á sama
hátt og forfeður þeirra, trúðu þeir því að dauði afreksmanna væri boðað-
ur með náttúruviðburðum. Og á meðan þeir hlustuðu á hamfarir þrumu-
veðursins, sögðu þeir hver við annan í lágum hljóðum: „Byron er dá-
inn“!62
60 Sjá Anne Barton: „Byron Lives!“ The New York Review of Books (XL, 11). 10.
júní, 1993, s. 35. Ég var staddur í Missolonghi vorið 2000 og spurði út í þenn-
an sið. Viðmælendur mínir sem voru af yngri kynslóðinni könnuðust ekki við
hann og því kann hann að hafa verið lagður af.
61 Lúkasarguðspjall, 23.44^17.
62 André Maurois: Byron lávarður: Ævisaga hins mikla skálds, s. 290.