Skírnir - 01.09.2001, Page 182
446
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
Jean-Paul Sartre staðhæfði eitt sinn að listamaðurinn dæi tvenns
konar dauðdaga. Sá fyrsti væri líkamlegur, en sá seinni kæmi síð-
ar, þegar hann yrði „tímanum að bráð“. Þá hefði persónuleiki
listamannsins engin ítök lengur meðal lesenda hans. Verk hans
væru túlkuð hleypidómalaust og af hlutlægni sem áður hefði ver-
ið ómöguleg.63
Nýrýnendur vildu gera svipaðar kröfur til bókmenntagrein-
ingar. Fagurfræðilegt mat átti að einskorða við skáldskapinn og
höfundinum varð að halda utan við alla túlkun. Þessar kröfur til
listarinnar gerðu það að verkum að andstaðan við Byron fór vax-
andi eftir því sem nálgaðist miðbik 20. aldar og staða hans í enskri
ljóðlist var óvissari en áður. Merkinguna mátti ekki lengur finna í
persónulegri reynslu skálda. Þess í stað átti að skoða byggingu
skáldverkanna, myndmál og táknbeitingu. T.S. Eliot, sem hélt því
fram að ferill listamannsins væri „sífelld sjálfsfórn, sífelld útþurrk-
un persónuleika“,64 skrifaði í þessum anda þekkta grein um Byron
þar sem hann sagði megintilgang sinn vera að endurmeta ljóðlist
Byrons með því að fjalla um skáldskapinn fremur en manninn.65
Grein Eliots, sem er ein heiftúðlegasta árás á Byron sem færð
hefur verið á blað, mistekst að hluta þar sem nýrýni sem bók-
menntafræðileg nálgun hrekkur skammt til að útskýra sérstöðu
Byrons sem skálds. Þyngra vegur þó að Eliot tekst aldrei að losa
sig undan manninum Byron. Greinin verður að huglægu uppgjöri
við persónuleika fremur en hlutlægri greiningu á ljóðum skálds-
ins. Eliot eyðir til dæmis miklu rými í að bera saman brjóstmynd-
ir af Sir Walter Scott og Byron lávarði. Höggmynd Byrons sýnir,
að mati Eliots, að hann átti til að fitna. Munnsvipurinn er ekki
63 Anne Barton fjallar nokkuð um þessar hugmyndir Sartre í grein sinni „Byron
Lives!“, s. 35. Kenningar Sartre um sögulega stöðu listamannsins er að finna í
greininni „Að skrifa fyrir samtíma sinn“ („Writing for One’s Age“ í enskri
64 T.S. Eliot: „Hefðin og hæfileiki einstaklingsins". Þýð. Matthías Viðar Sæ-
mundsson. Spor í bókmenntafrœði 20. aldar. Frá Shklovskíj til Foucault. Ritstj.
Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir. Reykjavík:
Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands, 1991, s. 47.
65 T.S. Eliot: „Byron“ [1943]. English Romantic Poets: Modem Essays in Crit-
icism, 2. útg. Ritstj. M.H. Abrams. Lundúnum, Oxford og New York: Oxford
University Press, 1975.