Skírnir - 01.09.2001, Page 188
SKÍRNISMÁL
LOFTUR GUTTORMSSON
Smátt og stórt í sagnfræði
Athugasemdir í tilefni af einsöguskrifum
Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings
I hópi íslenskra hugvísindamanna hafa sagnfræðingar víst ekki
þótt ginnkeyptir fyrir þeim straumum í fræðunum sem gjarnan
eru kenndir við póstmódernisma.1 Hér er þó ekki allt sem sýnist,
a.m.k. ef rétt er að líta svo á að sú sagnfræðistefna, sem kennd er
við „míkrósögu" (mikrohistorie), sé undir áberandi áhrifum póst-
módernisma.2
Óhætt er að fullyrða að engin stefna í sagnfræði hefur á vísvit-
andi hátt reist merki sitt jafnhátt á loft hér á landi og sú sem for-
mælendurnir hafa kosið að kalla einsögu.3 Þar hefur Sigurður
Gylfi Magnússon sagnfræðingur gegnt lykilhlutverki; hann hefur
ekki einasta verið mjög ötull við að útlista fyrir mönnum, með
skrifum sínum og rannsóknum, hvað í „einsögu" felist að hans
dómi, heldur hefur honum líka tekist einstaklega vel að vekja at-
hygli á málstað sínum í fjölmiðlum. Mætti segja mér að þessi mála-
fylgja hafi borið þann árangur að „einsaga" sé nú sú stefna í sagn-
1 Um póstmódernisma sjá Þorstein Gylfason, „Er heimurinn enn að farast?“,
Tímarit Máls og menningar 59, 3 (1998), bls. 114-127, og Sigríði Þorgeirsdóttur,
„Póstmódernismi sem heimspekilegt hugtak“, Tímarit Máls og menningar 59, 3
(1998), bls. 128-140.
2 Varðandi afstöðu míkrósagnfræðinga til þessa atriðis sjá umfjöllun Davíðs
Ólafssonar, „Fræðin minni. Einsaga, póstmódernismi og íslensk sagnfræði",
Molar og mygla. Um einsögu og glataðan tíma. Ritstj. Ólafur Rastrick og Valdi-
mar Th. Hafstein (Reykjavík 2000), bls. 94 o. áfr.
3 Að mínum dómi er heitið miður vel heppnað sem þýðing á míkrósögu (rétt eins
og andheitið „fjölsaga" sem þýðing á makrósögu) þar sem það ber með sér þann
villandi skilning að skilsmunurinn fari eftir því hvort fleiri eða færri einstakling-
ar eða atriði séu tekin til rannsóknar. Þá er illskárra að nota íslenska mynd af er-
lendu heitunum, míkrósaga og makrósaga. Heitið „einsaga“ verður notað þegar
vísað er beint til umfjöllunar merkisberanna hér á landi.
Skímir, 175. ár (haust 2001)