Skírnir - 01.09.2001, Page 189
SKÍRNIR
SMÁTT OG STÓRT í SAGNFRÆÐI
453
fræði sem almenningur á íslandi hefur einna helst hugmynd eða
vitneskju um.
I íslenskum fræðaheimi mega þessar starfsaðferðir teljast til
nokkurra nýmæla. Þegar nýjar stefnur hafa látið að sér kveða á
undangengnum áratugum í fræðaheiminum, í sagnfræði sem öðr-
um hugvísindum, hefur það ekki gerst með því fjölmiðlaatfylgi
sem Sigurður Gylfi hefur notið í þessu tilviki. Til skamms tíma
hefur fræðimönnum þótt eðlilegast að verkin töluðu sínu máli og
ynnu með tímanum til þeirra áhrifa sem viðtökur og úrvinnsla
fræðasamfélagsins skiluðu. En nú eru auðsæilega runnir upp nýir
tímar, með nýjum siðum og vinnubrögðum, og er þarflaust að
lasta það.
Annað sem auðkennt hefur málflutning Sigurðar Gylfa í vax-
andi mæli er tilhneiging til boðunar.4 Míkrósaga er sett fram sem
hjálpræði er til þess sé fallið að frelsa sagnfræðinema og unga
fræðimenn undan hinu illa, þ.e. „hefðbundinni félagssögu“ sem
ráðið hafi um alllangt skeið ríkjum í íslenskum fræðaheimi. Að
hætti trúboðans lýsir Sigurður Gylfi því í játningastíl að hann hafi
verið „áhugasamur um þessar tilraunir [félagssagnfræðinga til að
beita tölfræðilegum aðferðum] á tímabili...“ (Einvæðing, bls. 103);
en leit hans að glötuðum tíma hafi haldið áfram og leitt hann loks,
eftir mikið hugarangur, á vit ljóssins, að „smækkun viðfangsefnis-
ins“, óháð hinu stóra samhengi samfélags og menningar. Að þess-
um sinnaskiptum höfundar verður m.a. vikið nánar hér á eftir.
I þessum pistli er ætlunin að taka til gagnrýninnar athugunar
nokkur atriði í umfjöllun Sigurðar Gylfa um félagssögu almennt
og míkrósögu sérstaklega. Aðallega verður staldrað við málflutn-
ing hans í áðurnefndum tveimur ritsmíðum (sbr. nmgr. 4). Sökum
þess m.a. að Sigurður Gylfi hefur fjallað á beinskeyttan hátt um
verk sem ég hef látið frá mér fara á síðustu misserum, sé ég ekki
ástæðu til að liggja á skoðunum mínum:
4 Hversu mjög þessi tilhneiging hefur ágerst undanfarin misseri geta menn geng-
ið úr skugga um með því að bera saman tvær ritsmíðar Sigurðar Gylfa, „Félags-
sagan fyrr og nú“, Einsagan - ólíkar leiðir. Atta ritgerðir og eitt myndlistarverk.
Ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík
1998), bls. 17-50, og „Einvæðing sögunnar" Molar og mygla, bls. 100-142.