Skírnir - 01.09.2001, Side 191
SKÍRNIR
SMÁTT OG STÓRT í SAGNFRÆÐI
455
mjög vafasamt að kenna Annálaskólann sérstaklega við tölfræði-
legar aðferðir. I þessu sambandi má benda á að á blómaskeiði meg-
indlegrar (kvantitatífrar) sagnritunar u.þ.b. 1955-75 gengu Ann-
álasagnfræðingar aldrei eins langt í að beita tölfræðilegum aðferð-
um og bandarískir sagnfræðingar kenndir við félagsvísindasögu.
Menn eins og Pierre Goubert og Le Roy Ladurie beittu megind-
legum aðferðum þar sem því varð við komið,6 en ómögulegt er að
kenna samstarfsmenn þeirra, miðaldafræðingana Georges Duby
og Jacques Le Goff, sérstaklega við slíkar aðferðir.7 Raunar hefur
það alla tíð verið aðal Annálaskólans, í orði og á borði, að leggja
rækt við fjölbreytilegar aðferðir, jafnt eigindlegar (kvalitatífar)
sem megindlegar.8
Mistúlkun Sigurðar Gylfa á aðferðafræði Annálaskólans birt-
ist jafnframt í umfjöllun hans um hugarfarssögu sem hann telur
náskylda grasrótarsögu.9 Um hugarfarssögu í enskum og frönsk-
um fræðaheimi kveður Sigurður Gylfi upp svofelldan áfellisdóm:
„Hugarfarssagan náði í raun aldrei að skapa sér nauðsynlega sér-
stöðu til að geta vaxið og dafnað aðferðafræðilega ... Sú tilraun
[hugarfarssagan] mistókst hins vegar hrapallega að mínu viti og
má þar kenna um ofuráhrifum sögulegrar lýðfræði í þessum lönd-
um.“ (Félagssagan, bls. 22) Þessi þungi dómur er ekki rökstuddur
frekar og því erfitt að átta sig á hvernig höfundur hugsar sér hér
tengsl orsakar og afleiðingar. En hér er gefið í skyn á mjög villandi
hátt að náin aðferðafræðileg tengsl séu milli hugarfarssögu og
6 Það stenst ekki heldur, eins og Sigurður Gylfi heldur fram, að slíkum aðferðum
hafi verið beitt „til að kanna sögulega þróun á stórum landsvæðum ... “ (Félags-
sagan, bls. 19). Hinni dæmigerðu aðferð sögulegrar lýðfræði, fjölskylduendur-
gerð, verður eðli máls samkvæmt ekki beitt af einum rannsakanda nema á til-
tölulega afmarkað svæði, t.d. í dæmi Gouberts á allmörg prestaköll í héraðinu
Beauvaisis. Hér er á ferðinni byggðarsaga sem stefnir þó langt út fyrir landfræði-
leg takmörk sín, sjá Peter Burke, The French Historical Revolution. The Anncdes
School 1929-1989 (Oxford 1990), bls. 57-58.
7 Varðandi viðhorf Georges Duby til tölfræðilegra aðferða sjá Georges Duby,
Guy Lardreau, Dialogues (París 1980), bls. 110-115.
8 Georg G. Iggers, Historiography in the Twentieth Century. From Scientific
Objectivity to the Postmodern Challenge (Hannover 1997), bls. 102-103.
9 Þessi tvö greinasvið eru þó mótuð af býsna ólíkum fræðahefðum og hugðarefn-
um, sjá Eric Hobsbawm, On history (Lundúnum 1997), bls. 178-185, 201-216.