Skírnir - 01.09.2001, Page 192
456
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
sögulegrar lýðfræði. Blasir þó við að fyrrnefnda fræðasviðið mót-
aðist nokkrum áratugum á undan hinu síðarnefnda, í smiðju sjálfra
stofnenda Annálaskólans, Luciens Febvre og Marcs Bloch.10 Sé
litið til tímabilsins eftir 1960, þá er það rétt að margir hugarfars-
sagnfræðingar studdust við niðurstöður sögulegra lýðfræðirann-
sókna - án þess að fyrirverða sig fyrir!* 11 En hitt blasir líka við að
margir sagnfræðingar af Annálaskólanum sóttu á þessu tímabili
efnivið í hugarfarssögu í annars konar heimildir, t.d. erfðaskrár og
réttarskjöl.12 Hafi hugarfarssögurannsóknir ekki borið tilætlaðan
árangur, miðað við einhverjar óskilgreindar væntingar, dugir
skammt að kenna sögulegri lýðfræði um. Reyndar eru ýmsir
áhrifamiklir sérfræðingar í sögu sagnritunar þeirrar skoðunar að
hugarfarssaga feli í sér eitt hið merkilegasta nýmæli sem átti sér
stað í þróun sagnritunar á síðustu öld.13
Míkrósaga: hvers konar?
Líta má svo á að míkrósaga hafi komið fram sem eitt af mörgum
andsvörum við þeim félagsvísindahneigðum sem sett höfðu mark
sitt á sagnritun eftirstríðsáranna. Þessum hneigðum var fundið
10 Burke, The French Historical Revolution, bls. 23-30. Roger Chartier, „In-
tellectual History and the History of Mentalities. A Dual Re-evaluation“,
Cultural History: Between Practices and Representations (Cambridge 1988),
bls. 21-26. M.S. Schacke og P. Andersen, „Mentalitetshistorie - et afviklet fag-
begreb", Historie (danskt) 2 (2000), bls. 339-357.
11 Hér eru þekktir meðal Annálasagnfræðinga Fran^ois Lebrun, Les hommes et la
mort en Anjou aux 17e et 18e siécles (París 1971) og Jean-Louis Flandrin,
Familles (París 1976). Að einhverju leyti gæti þetta átt við rannsóknir mínar,
þær sem snerta á annað borð hugarfarssögu, sjá t.d. „Barndommen i menta-
litetshistorisk perspektiv", Mentalitetsforandringer. Ritstj. Christian Kvium og
Birgitte Wáhlin. Studier i historisk metode 19 (Árósum 1986), bls. 73-94.
12 Þekkt dæmi eru hér rannsóknir Michels Vovel, Piété baroque et déchristian-
isation (París 1973), og Roberts Mandrou, Magistrats et sorciers en France au
17e siécle (París 1968), svo að ekki sé talað um E. Le Roy Ladurie, Montaillou,
village occitan de 1294-1324 (París 1975).
13 Burke, The French Historical Revolution, bls. 65-83. Roger Chartier, „Le
monde comme représentation", Annales ESC 44, 6 (1989), bls. 1505-1509.
Bernard Eric Jensen, „Kulturhistorie - et nyt og bedre helhedsbegreb?“, His-
torisk tidskrift (danskt) 90 (1990), bls. 83-107.