Skírnir - 01.09.2001, Side 193
SKÍRNIR
SMÁTT OG STÓRT í SAGNFRÆÐI
457
það til foráttu, oft með réttu, að þær sveigðu gjörðir manna og
hugmyndir undir rökvísi framfaranna, í anda nývæðingarkenn-
inga, og virtu að vettugi fjölbreytilega menningu og reynslu hópa
og einstaklinga, einkum þeirra sem minna máttu sín.14
Sigurður Gylfi leggur réttilega áherslu á að einsaga var aðeins
einn straumur af mörgum sem áttu það sameiginlegt að reyna að
draga fram huglæga merkingu sögulegra breytinga, eins og þær
birtast í vitund og reynslu óbreytts fólks. Auk einsögu telur hann
hér á meðal „grasrótarsögu“ og hversdagssögu sem tóku að láta að
sér kveða á áttunda áratugnum, einkum í engilsaxneskri og þýskri
sagnfræði (Félagssagan, bls. 18-33. Einvæðing, bls. 117). Aftur á
móti gætir hjá Sigurði Gylfa áberandi tilhneigingar til að gera hlut
míkrósögu, einkum í hinni ítölsku mynd, meiri og einhlítari í þess-
um áherslubreytingum en efni standa til. Þessi hneigð birtist m.a. í
því að hann þegir alveg um þann þátt sem söguleg mannfræði átti í
þessum breytingum. Sannleikurinn er sá að í norðan- og vestan-
verðri Evrópu voru umræddar áherslubreytingar lengi vel ekki
kenndar við míkrósögu heldur við sögulega mannfræði.15 Hér voru
m.a. að verki ekki minni menn í fræðunum en Emmanuel Le Roy
Ladurie, Peter Burke, enski félagsmannfræðingurinn Alan Macfar-
lane og bandaríski sagnfræðingurinn David Sabean.16 Má minnast í
þessu sambandi að árið 1980 var í Kaupmannahöfn efnt til rann-
sóknarnámskeiðs fyrir norræna fræðimenn í sögulegri mannfræði
þar sem þessir fjórmenningar voru meðal leiðbeinenda.17 Nám-
skeiðið sóttu m.a. þrír Islendingar, allir sagnfræðingar.18 Bendir
14 Iggers, Historiography in the Twentieth Century, bls. 101-102. Christian
Simon, Historiographie. Eine Einfiihrung (Stuttgart 1996), bls. 232-239.
15 Palle Ove Christiansen, „Store og smá historier. Samtale med Palle Ove Christ-
iansen om historisk antropologi og kulturhistorie“, Fortid og nutid (2001), bls.
62-65.
16 Grundvallarrit í sögulegri mannfræði komu út á tímabilinu 1975-1984 eftir
þessa sagnfræðinga, sjá einkum Montaillou eftir Le Roy Ladurie (1975),
Reconstructing Historical Communities eftir Macfarlane (1977) og Power in the
Blood. Popular Culture and Village Discourse in Early Modern Germany
(1984) eftir Sabean.
17 Sjá Bjarne Stoklund, „Historisk antropologi pá Schæffergárden: omkring et
tværfagligt forskerkursus“, IEF-Information, nr. 18 (febr. 1981), bls. 2-11.
18 Auk mín þeir Gísli Gunnarsson og Gísli Ágúst Gunnlaugsson.