Skírnir - 01.09.2001, Síða 194
458
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
þetta til þess, gagnstætt því sem Sigurður Gylíi gefur í skyn (Fé-
lagssagan, bls. 45), að íslenskir félagssagnfræðingar hafi snemma
verið opnir fyrir þeim nýju áherslum sem boðaðar voru undir
merki sögulegrar mannfræði.19
Sigurður Gylfi tekur réttilega fram að „einsagan er af mörgum
toga spunnin og mjög hæpið er að vísa til hennar sem einrar [svo]
samfelldrar hugmyndafræði" (Einvæðing, bls. 106). Sem markviss
stefna mótaðist míkrósagan fyrst á Italíu á áttunda áratug 20. aldar
í beinu andófi gegn félagsvísindalegum áherslum Annálaskólans
meðan hann laut forystu Fernands Braudel. Einn helsti talsmaður
ítölsku míkrósögunnar, Giovanni Levi, auðkennir hana með eftir-
farandi orðum (sem Sigurður Gylfi tilfærir): „Míkrósaga byggist í
reynd á því að athugunarefnið er smækkað, á smásjárgreiningu og á
ítarlegri rannsókn á heimildaefninu."20 Míkrósaga í þessum skiln-
ingi á margt sameiginlegt með „atviksathugunum" (e. case studies)
eins og þeim sem höfðu lengi verið tíðkaðar einkum í engilsaxneskri
mannfræði og félagsfræði.21 Smækkun athugunarefna helgast af því
markmiði að komast nær hinu „lifandi lífi“, reynslu, hugmyndum
og viðhorfum fólks, oftast nafnlausra sögulegra gerenda. I fram-
kvæmd þýðir þetta að fengist er við smáar einingar, einstaklinga -
einn eða fleiri - einstaka atburði, afmörkuð samfélög o.þ.h. Þetta
rekur Sigurður Gylfi skilmerkilega (Félagssagan, bls. 34-35).
Framan af greindi ítölsk míkrósaga sig nokkuð frá skyldum
straumum í Frakklandi, Þýskalandi og á Norðurlöndum að því
leyti að smásjárathugunin beindist að einstaklingum. Ætla má að
efnistök Carlos Ginzburg (í riti hans, Ostinum og ormunum, þar
sem aðalpersónan er malarinn Menocchio) hafi orðið ítölskum
19 Gott yfirlit yfir þessar hræringar í fræðunum kringum 1980 gefur Jens Rahbek
Rasmussen, „Folkekulturens historie. Problemer og perspektiver i historisk
antropologi." Usynlig historie. Rapport fra nordisk fagkonference for historisk
metode (Tranum Klit 1981), bls. 76-95.
20 Giovanni Levy, „On Microhistory", New Perspectives on Historical Writing.
Ritstj. Peter Burke (Pennsylvania 1991), bls. 95. („Microhistory as a practice is
essentially based on the reduction of the scale of observation, on a microscop-
ic analysis and an intensive study of the documentary material.")
21 Palle Ove Christiansen, „Forstáelsen af det anderledes. Om Carlo Ginzburg og
mikrohistorie", Historisk tidskrift (danskt) 101, 1 (2001), bls. 115.