Skírnir - 01.09.2001, Side 195
SKÍRNIR
SMÁTT OG STÓRT í SAGNFRÆÐI
459
míkrósagnfræðingum áhrifaríkt fordæmi. í hinum löndunum sem
nefnd voru beindist athyglin fremur að ákveðnu samfélagi - þorpi,
góssi, ætt - þar sem fjöldi einstaklinga er í sviðsljósinu. Tímasnið-
ið er ýmist mjög stutt, eins og hjá Le Roy Ladurie (í Montaillou),
eða spannar aldir eins og hjá Keith Wrightson og David Levine,
David Sabean, Hans Medick og Palle Ove Christiansen.22 I síðustu
bók sinni um Neckarhausen hæðist Sabean reyndar að sjálfum sér
og faglegum markalínum með því að segja að hann hafi augljóslega
iðkað míkrósögu lengi án þess að gera sér grein fyrir því!23
I útlistunum sínum og eigin sagnfræðiiðkunum hallast Sigurð-
ur Gylfi áberandi á sveif með ítölskum míkrósagnfræðingum; þeir
fjalla gjarnan gaumgæfilega um áður óþekkta eða lítt þekkta ein-
staklinga sem mjög ríkulegt heimildaefni hefur varðveist um, ým-
ist búið til af þeim sjálfum eða stofnunum sem þeir voru riðnir
við.24 Þetta er sú míkrósaga sem að dómi Sigurðar Gylfa er „hin
raunverulega einsaga ..." (Einvæðing, bls. 117). Ljóst er að með
þessu móti gerist hann talsmaður fyrir mjög þröngum skilningi á
míkrósögu, miklu þrengri en efni standa til. Það er varla tilviljun að
í umfjöllun sinni minnist hann yfirleitt ekki á þau verk sem getið er
að ofan - og verða þau þó að teljast dæmigerð fyrir míkrórann-
sóknir á staðbundnum samfélögum.25 Ástæðulaust með öllu er t.d.
22 Keith Wrightson og David Levine, Poverty and Piety in an English Village. Terl-
ing, 1525-1700 (New York 1979). David Sabean, Property, production, andfam-
ily in Neckarhausen 1700-1870 (Cambridge 1990). Hans Medick, Weben und
Uberleben in Laichingen 1650-1900. Lokalgeschichte als allgemeine Geschichte.
Veröffentlichungen des Max-Planck-Instituts fiir Geschichte (Göttingen 1996).
Palle Ove Christiansen, A Manorial World. Lord, Peasants and Cultural Dis-
tinctions on a Danish Estate 1750-1980 (Kaupmannahöfn 1996).
23 David Sabean, Kinship in Neckarhausen 1700-1870. Cambridge Studies in
Social and Cultural Anthropology (Cambridge 1998), bls. xxiv.
24 Að þessu leyti mætti kalla rit Sigurðar Gylfa, Menntun, ást og sorg. Einsöguat-
hugun á íslensku sveitasamfélagi á 19. og 20. öld (Reykjavík 1998), íslenska
hliðstæðu hins velþekkta verks Carlos Ginzburg, Osturinn og ormamir.
25 Hér hæfir að bæta við nýlegri doktorsritgerð eftir Hans Henrik Appel, Tinget,
magten og œren. Studier i sociale processer og magtrelationer i et jysk
bondesamfund i 1600-tallet (Óðinsvéum 1999). Þetta mikla verk Appels, sem
sver sig allmjög í ætt við kenningarleg sjónarmið Davids Sabean, hefur einn
gagnrýnandi kallað „fyrstu reglulegu dýptarrannsóknina á staðfélagi frá ein-
dregnu menningarsögulegu sjónarhorni ..." (Harald Gustafsson, „Kulturhi-
storisk mikrohistoria", Historisk tidskrift (sænskt), 2. tbl. (2001), bls. 233).