Skírnir - 01.09.2001, Page 196
460
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
að virða að vettugi þann sjálfsskilning Hans Medick að hið mikla
rit hans um líf manna og starfsemi í Laichingen sé míkrósaga.26
Sigurður Gylfi finnur að því að menn hafi viljað rugla „hefð-
bundinni persónusögu eða jafnvel þjóðlegum fróðleik“ saman við
einsöguna (Einvæðing, bls. 105). Þessi „ruglingur" er ekki nema
eðlilegur í ljósi þeirra einkenna sem hann hefur sjálfur haldið á loft
í lýsingum sínum. Ættrakning hans á íslenskri „einsögu" sýnir
náin tengsl við hefðir persónusögu og sagnaþátta,27 þ.e. þær hefð-
ir sem félagssagan nýja beindist m.a. gegn.28 Hefur síður en svo
dregið úr áherslunni á þennan skyldleika í nýjustu skrifum Sig-
urðar Gylfa. Ekki svo að skilja að hann álíti einsögu aðeins nýtt
afbrigði af persónusögu og sagnaþáttum; en í umfjöllun um það
sem hann kallar „hugmyndafræði einsögurannsókna“ - hugtakið
á að fela í sér rannsókn, frásögn og aðferð í senn (Einvæðing, bls.
106) - kveður hann hugmyndafræðina felast „í að leiða einstak-
linginn fram og nýta sér vitnisburð hans sjálfs, í hvaða formi sem
hann hefur varðveist ..." (bls. 116). I þessari útleggingu er öll
áhersla lögð á einstaklinginn, óháð því samfélagi sem hann er hluti
af. Ymis önnur atriði umræddrar hugmyndafræði, sem Sigurður
Gylfi tilgreinir, geta á hinn bóginn ekki talist dæmigerð fyrir
míkrósögurannsóknir, eins og það að „heimild öðlast ... gildi um
leið og um hana hefur verið fjallað og tekin hefur verið afstaða til
tilurðar hennar“ (Einvæðing, bls. 110). Aftur á móti mætti ætla að
hugmyndafræðin varði í fyllsta máta það álitamál hvers eðlis þessi
brotakenndi veruleiki fortíðar sé og hvaða leiðir henti best eða
dugi helst til þess að lýsa honum og túlka hann. Að þessu efni skal
nú stuttlega vikið.
Hið einstaka og hið almenna
Eins og aðrir míkrósagnfræðingar hefur Sigurður Gylfi staðið
frammi fyrir því álitamáli hvaða þekkingarfræðilega stöðu hin ein-
26 Sjá Medick, Weben und Uberleben in Laichingen, bls. 13-37.
27 Sjá rit Sigurðar Gylfa, Menntun, ást og sorg, bls. 24-28.
28 Sjá Loft Guttormsson, „Rannsóknir á félagssögu 19. og 20. aldar", Saga 39
(2000), bls. 135-160. Davíð Ólafsson, „Fræðin minni", bls. 57-59.